Innlent

Gistinóttum á hótelum fjölgar í október

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tvö komma fimm prósent í október miðað við sama mánuð í fyrr. Alls voru gistinæturnar 86.100 í þarsíðasta mánuði en en voru 84 þúsund í október í fyrra. Eins og undanfarna fimm mánuði varð hlutfallslega mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta á hótelum í október er eingöngu vegna útlendinga en gistinóttum Íslendinga fækkaði um fjögur prósent á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×