Innlent

Rangt handrit fór í prentun

"Ég vísa þessum samsæriskenningum til föðurhúsanna sem hafðar hafa verið uppi um ástæðu þess að við förguðum þessum eintökum," segir Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu.

Fjölmörgum eintökum af bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarana var fargað. Greint hefur verið frá því að það hafi verið gert þar sem í henni var kafli sem fjallaði um hjónaband núverandi eiginkonu Björgólfs Guðmundssonar og stofnanda Nasistaflokksins í Bandaríkjunum.

"Ástæðan fyrir því að við förguðum þeim er einfaldlega sú að þetta var ekki hið endanlega handrit höfundar þar sem rangt tölvuskjal hafði farið í prentun," segir Páll Bragi.

"Ég veit ekkert hversu mörg eintök þetta voru eða hvað þetta kostar fyrr en ég fæ reikninginn," bætir hann við. Gallinn kom í ljós áður en bókin fór úr prentsmiðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×