Jólaverslunin komin á fullt 4. desember 2005 09:15 Jólahundur Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum verslana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu. Bíða margir landsmenn nú spenntir eftir að opna pakkana sína á aðfangadag. Fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað mun helst leynast í pökkunum sem eiga eftir að hlaðast upp undir jólatrjánum von bráðar. Útivistar- og íþróttavörur verða í mörgum pökkum enda fylgir oft hátíðinni loforð um að bæta heilsuna, eða samviskubit yfir of miklu áti. Verslanirnar Útilíf og Markið selja útivistarvörur og að sögn starfsmanna er útivistarfatnaður vinsæl jólagjöf. Báðar verslanir selja mikið af skíðum og snjóbrettum og selst jafnt af þessum vörum. Í Útilífi er líka mikið selt af íþróttafatnaði fyrir konur. Í golfbúðinni Nevada Bob eru vinsælar æfingarvörur fyrir þá sem spila gólf. Pútterar, púttmottur, púttholur og golfhanskar að ógleymdum golfkúlunum renna út. Í versluninni Jóa útherja, sem er með mikið úrval af fótboltatreyjum, er vínrauða Arsenaltreyjan mjög vinsæl. Þá bíða margir með óþreyju eftir nýju Meistaradeildartreyjunni frá Liverpool. Þrátt fyrir að hún sé ekki komin í hillurnar er búið að selja fjörutíu stykki af henni. Valdimar Magnússon, eigandi Jóa útherja, segir að sú treyja muni án vafa seljast upp. Ýmis konar raftæki eru alltaf vel þegin af fólki á jólunum. Hver man ekki eftir fótanuddtækinu? Nú eru landsmenn hins vegar ekki óðir í að heitt bullandi vatn flæði um fætur þeirra heldur er það birtan frá plasmatækjunum og LCD-skjáunum sem mun flæða inn á heimilin. Raftækjaverslunin Heimilistæki selur bæði plasmatæki og LCD-skjái og starfsmenn þar segja að salan á þessum vörum sé miklu meiri fyrir jólin nú en í fyrra. "Við búumst við sprengingu í sölu á þessum vörum í desember," sagði einn starfsmaðurinn. Í Raftækjaverslun Íslands er mikil sala á plasmatækjum og bandarískum ísskápum og þar búast menn við að salan verði mjög góð. "Amerísku skáparnir eru að taka yfir," sagði starfsmaður verslunarinnar spurður um sölu á vinsælum raftækjum. Í Hljóðfærahúsinu eru pakkatilboð vinsæl jólagjöf. Pakki með rafmagnsgítar, ól, magnara og kennsluefni er til dæmis nokkuð vinsæl gjöf. Þá vilja margir að börnin sín byrji ung að læra á hljóðfæri og vinsæl gjöf til upprennandi gítarhetja er ódýr rafmagnsgítar. Uppáhaldsdagur margra barna er aðfangadagur. Hvort það er vegna fæðingar Jesú eða allra jólagjafanna sem þau fá skal ósagt látið. Í leikfangaverslunum er hægt að kaupa gjafir handa yngstu kynslóðinni. Starfsmaður í versluninni Einu sinni var, segir að nostalgía sé nokkuð ráðandi í leikfangavali í ár. Til dæmis selst mikið af skopparakringlum, trédúkkuhúsum og riddaraleikföngum. Handa yngstu börnunum eru leikfangatrommur- og píanó vinsæl. Hver vill ekki heyra barn taka einleik á hljóðfærið á rólegu hátíðarkvöldi? Í Hókus Pókus á Laugaveginum er fortíðin líka í aðalhlutverki, en ný tegund af hraunlömpunum góðkunnu hefur vakið lukku meðal viðskiptavina. Einnig eru svokallaðir glimmerlampar vinsælir. Í Leikbæ eru það Fisher Price-vörurnar helst sem seljast og líka ný tegund af dúkku, Newborn dúkka, sem tekur við vinsældum Babyborn dúkkunnar. Harður pakki er alltaf vinsæll hjá krökkunum. Nýjasta bókin um Harry Potter er langvinsælasta bókin í Máli og menningu. Íslensku glæpasögurnar seljast líka vel og þar er Arnaldur Indriðason á toppnum með Vetrarborgina. Þýddar skáldsögur eru farnar að seljast í auknum mæli og njóta töluverðra vinsælda en það þekktist ekki fyrir nokkrum árum. Sem dæmi má nefna að japanskar glæpasögur eru nokkuð vinsælar. Borðspilin seljast ávallt vel fyrir jólin og í ár er það fótboltaspilið Spark sem er vinsælast. Einnig er búist við því að Su Doku borðspilið verði vinsælt, enda má segja að hálfgert Su Doku æði eigi sér stað við morgunverðaborð landsmanna. Geisladiskar rjúka út fyrir jólin og það sem breytist þá miðað við geisladiskasölu á öðrum tímum ársins er að íslenskir tónlistarmenn raða sér í toppsætin, enda duglegir við að gefa út tónlist sína rétt fyrir jólin. Á topp fimm lista Skífunnar eru tveir íslenskir tónlistarmenn sem eru hoknir af reynslu, Björgvin Halldórsson og Helgi Björnsson sem skipa fyrsta og fjórða sætið á listanum. Sálin hans Jóns míns er í öðru sæti, Garðar Cortes í þriðja og Hjálmar í því fimmta. Í BT er Írafár með vinsælasta diskinn og stúlkurnar í Nylon eru í fjórða sæti á eftir Sálinni og Helga Björnssyni. Í DVD myndunum er Harry Potter gríðarlega vinsæll og á topp fimm lista BT eru allar þrjár myndirnar um Harry Potter sem komið hafa í kvikmyndahús. Margir gæludýraeigendur gefa dýrunum sínum gjafir um jólin. Verslunin Dýraríkið selur alls konar varning handa dýrum og fyrir jólin eru þar meðal annars til sölu jólasokkar sem starfsmennirnir hanna og fylla svo af góðgæti fyrir dýrin. Hundaeigendur vilja líka að bestu vinir sínir sofi vel því samkvæmt starfsmönnum Dýraríkisins eru margir sem koma í búðina og kaupa nýja körfu handa hundinum. Innlent Menning Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Það eru rétt tæpar þrjár vikur til jóla og á mörgum heimilum er jólaundirbúningur kominn á fulla ferð. Þökk sé auglýsingaherferðum verslana, jólalögunum í útvarpinu og tilheyrandi stemningu í þjóðfélaginu. Bíða margir landsmenn nú spenntir eftir að opna pakkana sína á aðfangadag. Fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað mun helst leynast í pökkunum sem eiga eftir að hlaðast upp undir jólatrjánum von bráðar. Útivistar- og íþróttavörur verða í mörgum pökkum enda fylgir oft hátíðinni loforð um að bæta heilsuna, eða samviskubit yfir of miklu áti. Verslanirnar Útilíf og Markið selja útivistarvörur og að sögn starfsmanna er útivistarfatnaður vinsæl jólagjöf. Báðar verslanir selja mikið af skíðum og snjóbrettum og selst jafnt af þessum vörum. Í Útilífi er líka mikið selt af íþróttafatnaði fyrir konur. Í golfbúðinni Nevada Bob eru vinsælar æfingarvörur fyrir þá sem spila gólf. Pútterar, púttmottur, púttholur og golfhanskar að ógleymdum golfkúlunum renna út. Í versluninni Jóa útherja, sem er með mikið úrval af fótboltatreyjum, er vínrauða Arsenaltreyjan mjög vinsæl. Þá bíða margir með óþreyju eftir nýju Meistaradeildartreyjunni frá Liverpool. Þrátt fyrir að hún sé ekki komin í hillurnar er búið að selja fjörutíu stykki af henni. Valdimar Magnússon, eigandi Jóa útherja, segir að sú treyja muni án vafa seljast upp. Ýmis konar raftæki eru alltaf vel þegin af fólki á jólunum. Hver man ekki eftir fótanuddtækinu? Nú eru landsmenn hins vegar ekki óðir í að heitt bullandi vatn flæði um fætur þeirra heldur er það birtan frá plasmatækjunum og LCD-skjáunum sem mun flæða inn á heimilin. Raftækjaverslunin Heimilistæki selur bæði plasmatæki og LCD-skjái og starfsmenn þar segja að salan á þessum vörum sé miklu meiri fyrir jólin nú en í fyrra. "Við búumst við sprengingu í sölu á þessum vörum í desember," sagði einn starfsmaðurinn. Í Raftækjaverslun Íslands er mikil sala á plasmatækjum og bandarískum ísskápum og þar búast menn við að salan verði mjög góð. "Amerísku skáparnir eru að taka yfir," sagði starfsmaður verslunarinnar spurður um sölu á vinsælum raftækjum. Í Hljóðfærahúsinu eru pakkatilboð vinsæl jólagjöf. Pakki með rafmagnsgítar, ól, magnara og kennsluefni er til dæmis nokkuð vinsæl gjöf. Þá vilja margir að börnin sín byrji ung að læra á hljóðfæri og vinsæl gjöf til upprennandi gítarhetja er ódýr rafmagnsgítar. Uppáhaldsdagur margra barna er aðfangadagur. Hvort það er vegna fæðingar Jesú eða allra jólagjafanna sem þau fá skal ósagt látið. Í leikfangaverslunum er hægt að kaupa gjafir handa yngstu kynslóðinni. Starfsmaður í versluninni Einu sinni var, segir að nostalgía sé nokkuð ráðandi í leikfangavali í ár. Til dæmis selst mikið af skopparakringlum, trédúkkuhúsum og riddaraleikföngum. Handa yngstu börnunum eru leikfangatrommur- og píanó vinsæl. Hver vill ekki heyra barn taka einleik á hljóðfærið á rólegu hátíðarkvöldi? Í Hókus Pókus á Laugaveginum er fortíðin líka í aðalhlutverki, en ný tegund af hraunlömpunum góðkunnu hefur vakið lukku meðal viðskiptavina. Einnig eru svokallaðir glimmerlampar vinsælir. Í Leikbæ eru það Fisher Price-vörurnar helst sem seljast og líka ný tegund af dúkku, Newborn dúkka, sem tekur við vinsældum Babyborn dúkkunnar. Harður pakki er alltaf vinsæll hjá krökkunum. Nýjasta bókin um Harry Potter er langvinsælasta bókin í Máli og menningu. Íslensku glæpasögurnar seljast líka vel og þar er Arnaldur Indriðason á toppnum með Vetrarborgina. Þýddar skáldsögur eru farnar að seljast í auknum mæli og njóta töluverðra vinsælda en það þekktist ekki fyrir nokkrum árum. Sem dæmi má nefna að japanskar glæpasögur eru nokkuð vinsælar. Borðspilin seljast ávallt vel fyrir jólin og í ár er það fótboltaspilið Spark sem er vinsælast. Einnig er búist við því að Su Doku borðspilið verði vinsælt, enda má segja að hálfgert Su Doku æði eigi sér stað við morgunverðaborð landsmanna. Geisladiskar rjúka út fyrir jólin og það sem breytist þá miðað við geisladiskasölu á öðrum tímum ársins er að íslenskir tónlistarmenn raða sér í toppsætin, enda duglegir við að gefa út tónlist sína rétt fyrir jólin. Á topp fimm lista Skífunnar eru tveir íslenskir tónlistarmenn sem eru hoknir af reynslu, Björgvin Halldórsson og Helgi Björnsson sem skipa fyrsta og fjórða sætið á listanum. Sálin hans Jóns míns er í öðru sæti, Garðar Cortes í þriðja og Hjálmar í því fimmta. Í BT er Írafár með vinsælasta diskinn og stúlkurnar í Nylon eru í fjórða sæti á eftir Sálinni og Helga Björnssyni. Í DVD myndunum er Harry Potter gríðarlega vinsæll og á topp fimm lista BT eru allar þrjár myndirnar um Harry Potter sem komið hafa í kvikmyndahús. Margir gæludýraeigendur gefa dýrunum sínum gjafir um jólin. Verslunin Dýraríkið selur alls konar varning handa dýrum og fyrir jólin eru þar meðal annars til sölu jólasokkar sem starfsmennirnir hanna og fylla svo af góðgæti fyrir dýrin. Hundaeigendur vilja líka að bestu vinir sínir sofi vel því samkvæmt starfsmönnum Dýraríkisins eru margir sem koma í búðina og kaupa nýja körfu handa hundinum.
Innlent Menning Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira