Innlent

Tími Íbúðalánasjóðs ekki liðinn

Árni Magnússon
Árni Magnússon MYND/Vísir

Tími Íbúðalánasjóðs er ekki liðinn að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Hann er ósammála Davíð Oddssyni, Seðlabankastjóra, um að óeðliegt sé að Íbúðalánsjóður keppi við viðskiptabankana á íbúðalánamarkaði án þess að lúta sömu reglum og þeir.

Árni segir að Íbúðalánasjóður lúti ákveðinni sérstöðu á íbúðalánamarkaði og honum sé markað ákveðið hlutverk af stjórnvöldum. Pólitísk samstaða hefur verið um að stjórnvöld komi að opinberum húsnæðislánum til að tryggja að fólk óháð búsetu og félagslegum aðstæðum njóti sem hagstæðustu kjaranna á húsnæðislánum.

Árni útilokar þó ekki að eitthvað kunni að breytast í framkvæmdinni. Þannig hafi komið upp hugmyndir um að Íbúðalánasjóður gegni nokkurs konar heildsöluhlutverki og slær Árni ekki loku fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×