Innlent

Drengir á landsbyggðinni lakari en stúlkur í stærðfræði

MYND/KJK

PISA rannsóknin árið 2003 var stór samanburðarkönnun á námsgetu 15 ára barna á vegum OECD og tóku fjörutíu og eitt land þátt í rannsókninni. Með athugaverðari niðurstöðum rannsóknarinnar var að Ísland var eina landið þar sem stúlkur eru betri í stærðfræði en strákar.

Nýlega hefur fengist leyfi til að skoða og bera saman einstaka landsvæði og bað Menntasvið Reykjavíkurborgar Námsmatsstofnun um að gera samantekt á námsgetu eftir landshlutum.

Það sem vekur sérstaka athygli nú er að þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er ekki marktækur munur á stærðfræðigetu kynjanna. Kynjamunurinn liggur því allur í dreifbýlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×