Innlent

Strandaði á Eyrarsundi

Á Grundarfirði. Nýjasta skip Guðmundar Runólfssonar tók niðri á Eyrarsundi.
Á Grundarfirði. Nýjasta skip Guðmundar Runólfssonar tók niðri á Eyrarsundi.

Skipið Hring SH 535 frá Grundarfirði tók niðri þegar það var á siglingu á Eyrasundi á laugardag. Skipið var að heimleið eftir að hafa verið í slipp í Póllandi, að sögn Guðmundar Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra útgerð­ar­innar.

Skipið er það nýjasta í flota Guðmundar Runólfssonar hf. á Grundarfirði. "Við lentum á grynn­ingum úti fyrir Kaupmannahöfn. Þetta var bara minniháttar," segir Hinrik Reynisson, skipstjóri á Hring, og bætir við að áhöfnin hafi haldið ró sinni. Hann segir engar teljandi skemmdir hafi orðið og þeir sigli nú aftur heim á leið. Því hafi betur farið en á horfðist í þessum hrakförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×