Fleiri fréttir

Vika nægur tími

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, telur að vikufrestur eigi að vera nægur tími til að ná samningum við kennara. "Ég vil að við notum þennan frest til að reyna að leysa þetta án þess að það þurfi að koma til gerðardóms."

Örvænting hjá kennurum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er svartsýnn á að árangur náist í kennaradeilunni í dag. "Þetta mál er komið í ákveðinn farveg. Það er grábölvað að til þessa hafi þurft að koma en ég held að engum blandist hugur um að þetta var í rauninni óhjákvæmilegt. Ég held að það hafi verið fullreynt að ná samkomulagi," segir hann.

Dræmt hljóðið í gærkvöldi

Kennarar trúðu á lausn en hljóðið í fulltrúum sveitarfélaga var heldur dræmara fyrir samningafundinn í gærkvöldi. Fulltrúar launanefndar sveitarfélaga og borgar- og bæjaryfirvalda bættust á fundinn rétt fyrir miðnætti en vildu þó ekki meina að lausn væri í sjónmáli. </font /></b />

Óvíst hvort kennt verði í dag

Óvíst er hvort kennsla verður allstaðar með eðlilegum hætti í grunnskólum landsins í dag, þrátt fyrir að samningamenn kennara og sveitarfélaga hafi rétt fyrir miðnætti undirritað viljayfirlýsingu um samkomulag. Rétt fyrir átta var enn víða óljóst með farmvindu mála.

Karlmaður stunginn í nótt

Karlmaður á fertugsaldri var stunginn djúpu hnífssári í heimahúsi í Reykjavík á fimmta tímanum í nótt. Annað lunga hans féll meðal annars saman en hann gat hringt á lögreglu og var hann þegar fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild, þar sem hann gekkst strax undir aðgerð, og verður eitthvað áfram á sjúkrahúsi.

Börnum snúið frá skólum

Tugum þúsunda grunnskólanemenda var snúið frá skólum sínum víða um land þegar þeir mættu þar til náms í morgun þar sem engar tilkynningar höfðu borist frá skólum eða fræðsluyfirvöldum um að skólahald félli víðast hvar niður.

Snjóþekja á vegum um allt land

Snjóþekja er á vegum um mest allt land og víðast hálka. Nokkuð snjóaði norðaustanlands í gær og á Akureyri í nótt, en götur þar eru þó vel færar. Ekki er vitað um alvarleg óhöpp vegna hálku í gærkvöldi og í nótt.

Ekkert skólahald í mörgum skólum

Erfiðlega gengur að afla upplýsinga um skólahald í grunnskólum landsins í dag vegna óánægju kennara með lagasetningu á vinnudeilu þeirra. Þó er vitað að ekki verður kennt í Hofstaðaskóla,Selásskóla, Snælandsskóla, Árbæjarskóla, Seljaskóla, Korpuskóla, Kársnesskóla, Lindarskóla, Háteigsskóla, Álftanesskóla, Smáraskóla, Langholtsskóla, Melaskóla, Salaskóla, Foldaskóla, Borgarskóla, Ingunnarskóla og grunnskólunum í Hveragerði og í Vogum.

Ætla að kaupa BN-bankann

Íslandsbanki býðst til að kaupa öll hlutabréf í norska BN-bankanum. Tilboðið er lagt fram hálfum öðrum mánuði eftir að Íslandsbanka var veitt heimild til að kaupa Kredítbankann.

Yfirmannaskipti á mánudag

Yfirmannaskipti verða á flugvellinum í Kabúl á miðvikudag. Hallgrímur Sigurðsson hverfur þá frá störfum og kemur til Íslands. Hann lauk teppakaupum sínum á flugvellinum á meðan undirmenn hans lágu í sárum á sjúkrahúsi.

Fullkomin óvissa um framhaldið

Tugum þúsunda grunnskólanemenda var snúið frá skólum sínum víða um land þegar þeir mættu þangað í morgun. Engar tilkynningar höfðu borist frá skólum eða fræðsluyfirvöldum um að skólahald félli víðast hvar niður, að hluta eða alveg.

Ramsey kýldi Danann

Lík mannsins sem lést eftir höfuðhögg á skemmtistað í keflavík verður krufið í dag á Landspítalanum í Reykjavík. Tuttugu og níu ára skoskur knattspyrnumaður, Scott Ramsey, hefur játað að hafa slegið manninn en segir að höggið hafi ekki verið veitt af fullu afli. Lögmaður Ramseys segir hann í áfalli eftir atburðinn.

Nýr fundur á morgun

Fundi deiluaðila í Kennaradeilunni lauk upp úr hádeginu í dag og var ákveðið að boða til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið. Deiluaðilar eru sammála um að lögin sem sett hafi verið á kennaradeiluna ræni samningsaðila ákveðnum rétti, en setji um leið á þá nýjar kvaðir um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná saman um lausn á deilunni sem allra fyrst.

SAMFOK mótmæla aðgerðum kennara

Stjórn sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem miklum vonbrigðum er lýst með ákvörðun kennara í grunnskólum Reykjavíkur um að mæta ekki til vinnu í dag og með því virða nýsamþykkt lög og velferð grunnskólabarna að vettugi.

Fræðsluráð fer fram á lagfæringu

Fræðsluráð Reykjavíkur ályktaði í dag einróma að skólastjórar leituðust við að hafa eðlilegt skólastarf á morgun eftir föngum og börnum yrði tryggð vist í skólanum. Á fundi fræðsluráðs var lagt fram yfirlit um forföll og kennslu í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og kom fram að á milli 15- 20% kennara hafi verið mættir til kennslu.

Hvetja sveitastjórnir til aðgerða

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja sveitarstjórnir að leita allra leiða til þess að tryggja að kennarar mæti til starfa á morgun. Samtökin hvetja sveitarfélögin til að koma betur til móts við kröfur kennara, en gert hafi verið.

9 mánuðir fyrir fjárdrátt

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára karlmann til 9 mánaða fangelsis, þar af 6 mánaða skilorðsbundið, fyrir að hafa dregið að sér tæpar 900 þúsund krónur, þegar hann starfaði sem lögreglufulltrúi við ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. <font size="4"></font>

Vill að börnum sé sýn virðing

Umboðsmaður barna hefur sent frá sér tilkynningu, Þar sem mæst er til þess við grunnskólakennara að þeir sýni börnum þessa lands virðingu með því að mæta þegar í stað til vinnu sinnar í grunnskólum, eins og lög bjóða. Börn séu skólaskyld og þau eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu.

Mun funda með Powell á morgun

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mun funda með Colin Powell á morgun, þrátt fyrir uppsögn Powells. Powell ætlar að halda störfum áfram þar til eftirmaður hans finnst og fréttastofan hefur fengið það staðfest að af fundinum verði, enda líklegt að töluverður tími líði uns eftirmaður Powell hefur störf.

Ekki aðalatriði hver persónan er

Fundur Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra og Powells um varnarmál Íslands annað kvöld að íslenskum tíma er að sögn aðstoðarmanns Davíðs, Illuga Gunnarssonar, í samræmi við það verkferli sem Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið. Aðalatriðið sé ekki hvaða persóna gegni embætti utanríkisráðherra heldur að fylgt sé þeirri áætlun sem fyrir liggi.

Tæpur þriðjungur sendiherra heima

Fram kom í svari Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á alþingi um sendiherra Íslendinga hér starfa 34 sendiherrar. Tuttugu þeirra starfa erlendis. Þar með er talinn Þorsteinn Ingólfsson sem er í leyfi.

Útsvarið í hámark

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag verður lagt til að útsvarsprósenta næsta árs verði 13,03 prósent, í stað 12,7 prósenta nú. Ef það verður samþykkt verða útsvarsgreiðslur í Reykjavík samkvæmt hámarks útsvarsprósentu.

Ferðin var óþörf

Yfirmannaskipti verða á flugvellinum í Kabúl á miðvikudag. Hallgrímur Sigurðsson hverfur þá frá störfum og kemur til Íslands. Hann lauk teppakaupum sínum á flugvellinum á meðan undirmenn hans lágu í sárum á sjúkrahúsi.

Hætt kominn eftir hnífsstungu

Maður á fertugsaldri var hætt komin þegar hann var stunginn í bakið í heimahúsi á Kleppsvegi í gær. Kona á svipuðum aldri var handtekin, grunuð um verknaðinn, en hún var yfirheyrð í dag. Hnífsblaðið gekk í gegnum hægra herðablað mannsins með þeim afleiðingum að lungað féll saman.

Ekki kennt í Öskjuhlíðaskóla

Og á fundi fræðslustjóra í Reykjavík og skólastjórnenda í borginni, sem lauk nú rétt fyrir fréttir, kom fram að það sé eindreginn vilji og ætlan skólastjórnenda að halda uppi skólastarfi á morgun samkvæmt stundarskrá í öllum bekkjum. Undantekning er skólastarf í Safarmýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla.

Fyrsta lota í lokaviku viðræðna

Ríkissáttasemjari segir að fyrsta lota í síðustu viku viðræðna samninganefnda kennara og sveitarfélaganna snúist um að reyna að ná einhverri niðustöðu um heildarsamning.

Setið um vel launuð störf

Erfiðlega gæti gengið að fá vinnu fyrir þá kennara sem vilja skipta um starfsvettvang. "Vinnumarkaðurinn er þungur," segir Gunnar Richardsson, deildarstjóri vinnumiðlunarsviðs hjá Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins.

Ekki brugðist við forfalli kennara

Fjórir af tæplega þrjátíu kennurum mættu til starfa í Réttarholtsskóla í gær. Hilmar Hilmarsson skólastjóri segir kennara hafa tilkynnt veikindi.

Eiga 360 milljónir í sjóðnum

Hver klukkustund í verkfalli grunnskólakennara kostaði vinnudeilusjóð Kennarasambands Íslands hálfa milljón króna. Um 380 milljónir eru í verkfallsjóðnum.

Fá bæturnar greiddar

Úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta felldi úr gildi ákvörðun úthlutunarnefndar um niðurfellingu bóta til atvinnulausra kennara. Kennurunum hafði verið gert að sækja bætur í vinnudeilusjóð kennara þrátt fyrir að hafa ekki starfað við kennslu þegar verkfallið hófst.

Lögreglumaður dæmdur í fangelsi

Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér.

Viðræður í skugga afsagnar

Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári.

Hasslyktin kom upp um þá

Fíkniefni fundust í bíl þriggja pilta, sautján og átján ára að aldri, í Grundarfirði í fyrrakvöld.

Kennarar fari að lögum

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann vænti þess að kennarar fari að lögum: "Það kann vel að vera að mörgum líki ekki sá rammi sem Alþingi hefur sett um málið en það er nauðsynlegt að allir virði lögin."

Stakk mann í ölæði

35 ára kona hefur játað að hafa stungið sambýlismann sinn í bakið á Kleppsvegi um klukkan fjögur í fyrrinótt. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir hnífsstunguna sem fór í herðablað hans og féll annað lunga hans saman.

Skólastarf lamað

Tugum þúsunda grunnskólabarna var snúið frá skólum sínum víða um land í morgun. Margir skólar voru lokaðir og starfsemin hálflömuð vegna fjarvista kennara. Grunnskólakennarar virtust svo harmi slegnir, vegna lagasetningar stjórnvalda, að þeir réðu ekki við að mæta til vinnu í morgun.

Framhaldið óljóst

Enn er á huldu hvort, hvar og hvenær skólastarf hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins. Kennarar segjast munu taka ákvörðun um slíkt einn dag í senn og hver fyrir sig. Fræðsluyfirvöld binda þó vonir við að kennsla hefjist á morgun.

Hvetur kennara til að mæta

Forsætisráðherra hvatti kennara á Alþingi í dag til að fara að lögum. Sama gerði formaður Samfylkingarinnar. Staðan í kennaradeilunni kom til umræðu við upphaf þingfunda í dag þegar þingmaður Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, innti menntamálaráðherra eftir því hvernig grunnskólabörnum yrði bættur skaði vegna tapaðra kennsludaga.

Stefnt að samningum innan 5 daga

Samninganefndir sveitarfélaga og grunnskólakennara stefna að því að ná samningum innan fimm daga, eða áður en deilan fer fyrir gerðardóm sem aðilar eru sammála um að sé slæmur kostur.

Besta orkuverð hér á landi

Orkuveita Reykjavíkur samdi við Norðurál um besta orkuverð til stóriðju sem fengist hefur hér á landi, staðhæfir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann segir samninginn afar þýðingarmikinn fyrir atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu.

Íslensk innrás

Íslenska innrás kalla norskir fjölmiðlar bankakaup Íslendinga í Noregi. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segist þó ekki óttast þessa íslensku útþenslu, hann hafi ekki ástæðu til að ætla annað en að íslenskir bankamenn séu heiðarlegir.

Kjósa ekki um verkfall

Samninganefnd Félags leikskólakennara ákvað á fundi í gær að fara ekki í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um boðun verkfalls. Þess í stað hefur nefndin óskað eftir skammtímasamningi við sveitarfélögin fram á næsta ár.

Kennsla með öllum tiltækum ráðum

Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður.

Ráðuneyti kannar palljeppa

Fjármálaráðuneytið ætlar að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni. Þetta kom fram í svari fjármálaráðuneytisins við bréfi sem Landvernd sendi í september.

Vill opið bókhald stjórnmálaflokka

Bókhald stjórnmálaflokka á að vera opið og aðgengilegt að mati Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Hann telur það setja fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau styðja félagsstarf þar sem eitthvert pukur er í gangi.

Sjá næstu 50 fréttir