Fleiri fréttir Tveggja vikna gæsluvarðhald Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur ásamt hollenskri konu verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl. Konan flutti nokkur hundruð grömm af kókaíni til landsins innvortis og voru þau handtekin þegar maðurinn gerði sig líklegan til að sækja fíkniefnin til hennar á hótel í Reykjavík. 14.11.2004 00:01 34 íslenskir sendiherrar Þrjátíu og fjórir sendiherrar eru í dag starfandi í þjónustu íslenska ríkisins, tuttugu erlendis og fjórtán á Íslandi. Í þessum hópi eru tvær konur og eru þær báðar starfandi á Íslandi eftir að Tómas Ingi Olrich tók við sendiherrastöðunni í París af Sigríði Snævarr sem nú starfar að undirbúningi að fyrirhuguðu framboði Íslendinga til Öryggisráðsins. 14.11.2004 00:01 5 dópmál í Hafnarfirði Fimm fíkniefnamál hafa komið upp í Hafnarfirði síðastliðinn sólarhring. Málin eru ekki talin tengjast, en þau komu upp við venjubundið eftirlit lögreglu með umferðinni. Í öllum tilvikum var fólkið með fíkniefni í neysluskömmtum, ýmist hass eða amfetamín. Tveir sextán ára piltar voru teknir með lítilræði af hassi síðdegis í gær. 14.11.2004 00:01 Eru ekki tilfinningalausir Shit Happens. Þannig lýsti Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður íslenski friðargæslunnar í Kabúl, atburðunum þegar sjálfsmorðsárás var gerð á íslenska friðargæsluliða, samkvæmt yfirlýsingu eiginkvenna og unnusta friðargæsluliðana. Þrettán ára gömul stúlka og bandarísk kona fórust í árásinni. 14.11.2004 00:01 Málið upplýst Sakborningur í manndrápsmálinu í Keflavík frá því í gær var látinn laus fyrr í dag. Skýrslutökum lögreglu af sakborningi og vitnum er lokið og málið telst upplýst. Farbann sem sett var á sakborninginn til 13. mars árið 2005 er þó ekki fallið úr gildi. Sakborningurinn er 29 ára gamall Skoti og er talið að hann hafi orðið manninum að bana með aðeins einu hnefahöggi. 14.11.2004 00:01 Fundur klukkan átta í kvöld Samninganefndir kennara og viðsemjenda þeirra munu koma saman í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan átta í kvöld. Á fundinum ætla kennarar að krefjast þess að fá eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og fara fram á að laun þeirra hækki nú þegar um 5,5 prósent eins og launanefnd sveitarfélaganna hafði fallist á í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 14.11.2004 00:01 Hraðakstur á Ólafsfirði Tíu ökumenn voru stöðvaðir í Ólafsfjarðargöngum á laugardag fyrir hraðakstur, við sameiginlegt umferðareftirlit lögreglu á Ólafsfirði og í Dalvík. 14.11.2004 00:01 Óvenju mikið um fíkniefni Óvenjumörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Um klukkan 16.30 á laugardag voru þrír piltar í bíl stöðvaðir. Í ljós kom að allir voru með kannabisefni á sér og farþegarnir tveir undir áhrifum. Piltarnir gengust við efnunum og var sleppt að yfirheyslunni lokinni. 14.11.2004 00:01 Gripnir við að flagga Dalvísk ungmenni skemmtu sér við það aðfaranótt sunnudags að flagga á frumlegan hátt í bænum 14.11.2004 00:01 Hrina árekstra í Reykjavík Nokkuð var um árekstra í Reykjavík í gær að sögn lögreglu. Rétt eftir miðnætti varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Ljósvallagötu og Ásvallagötu. Við Norðurbrún var ekið á bifreið en tjónvaldur hvarf af vettvangi. Um níuleytið á sunnudagsmorgun rákust tveir bílar saman á Vesturlandsvegi en tjón var óverulegt. 14.11.2004 00:01 Bæjarráð fjalli um deiluna Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa farið fram á fund í bæjarráði til að fjalla um kennaradeiluna. 14.11.2004 00:01 Vilja 130 þúsund í eingreiðslu Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. 14.11.2004 00:01 Góð stemmning hjá Sjónarhóli Brosandi andlit og einlæg stemmning einkenndu andrúmsloftið á Háaleitisbraut 13 í dag, þar sem haldið var upp á að langþráð ráðgjafamiðstöð fyrir aðstandendur langveikra barna var tekin í notkun. 14.11.2004 00:01 Snjór fyrir norðan og vestan Snjó hefur kyngt niður fyrir norðan og vestan í dag og áhugamenn um skíðaiðkun og snjósleðaferðir kættust verulega á Vestfjörðum en þar var síðdegis kominn um tuttugu sentímetra jafnfallinn snjór. Segja þá sumir bara meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. 14.11.2004 00:01 Ætla ekki að mæta Óvíst er með hvaða hætti skólastarf í grunnskólum landsins verður á morgun. Búast má við að fjölmargir kennarar tilkynni veikindi í fyrramálið. Kennarar í Keflavík ætla að hitta prest í Keflavíkurkirkju í fyrramálið, biðja saman og fá hjá honum áfallahjálp. 14.11.2004 00:01 Afbrýðisemi leiddi til höggsins Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að dauða danska hermannsins í Keflavík í fyrrakvöld var látinn laus í dag. Lögregla segir málið upplýst og að játning mannsins liggi fyrir. Kona sem stóð við hliðina á Dananum þegar hann var kýldur segir að afbrýðisemi sé rót þessa harmleiks. 14.11.2004 00:01 Segir fjármálastjórn slaka Hækkun útsvars í Reykjavík þýðir að borgin tekur þriðjung af áformaðri lækkun tekjuskatts um áramótin. Oddviti sjálfstæðismanna segir þetta beina afleiðingu af slakri fjármálastjórn og langvarandi skuldasöfnun R-listans. 14.11.2004 00:01 Ósáttir við yfirmanninn Íslensku friðargæsluliðarnir sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í síðast mánuði eru ósáttir við afgreiðslu Hallgríms Sigurðssonar, yfirmanns þeirra, á atburðunum. Þeir segja hann hafa lýst þeim með orðunum "Shit happens" og því hafi þeir klæðst stuttermabolum með þeirri áletrun. 14.11.2004 00:01 Vestasti oddinn laðar að Sú staðreynd að vestasti oddi Evrópu skuli vera í Vesturbyggð skilar erlendum ferðamönnum nú þegar í stríðum straumum þangað. Á þessum grunni vonast sveitarfélagið til að gera ferðaþjónustu að annarri helstu stoð atvinnulífsins. 14.11.2004 00:01 Þriggja bíla árekstur Harður þriggja bíla árekstur varð við Lyngholt á milli Akranes og Borgarnes um klukkan sex í gær. Á meðan lögregla var á vettvangi fóru tveir bílar, sem komu að, út af og þurfti að flytja einn farþeganna á sjúkrahúsið á Akranesi. 14.11.2004 00:01 Játuðu smyglið Hollensk kona og þrítugur maður hafa játað innflutning á 200 til 300 grömmum af kókaíni. Lögreglan vill ekki staðfesta magn efnisins að svo stöddu. Konan faldi kókaínið í leggöngum sínum þegar kom til landsins. 14.11.2004 00:01 Félagar Skotans niðurbrotnir Félagar Skotans sem veitti danska hermanninum Flemming Tolstrup banahögg aðfaranótt laugardags segjast niðurbrotnir. 14.11.2004 00:01 Játar að hafa slegið Danann Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag. 14.11.2004 00:01 Spjótunum beint að Hallgrími Eiginkonur og unnustur íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þær mótmæla fréttaflutningi af málum þeirra. Yfirmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl er gagnrýndur harkalega. Ekki er útilokað að mennirnir muni leita réttar síns. 14.11.2004 00:01 Brunnlokunum bísað Gripdeildir af óvenjulegu tagi gera Bretum nú lífið leitt en þjófnaður á járnsteyptum brunnlokum hefur færst þar mikið í vöxt að undanförnu. Rétt eins og hérlendis eru brunnarnir ofan í götum og strætum og er einfalt mál að fjarlægja lokin á þeim þótt þung séu. 14.11.2004 00:01 Vill halda í bjartsýnina Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. 14.11.2004 00:01 Morð í Keflavík? Lögreglan í Keflavík rannsakar andlát dansks hermanns í nótt og er útlendingur í haldi lögreglu, grunaður um að vera valdur að láti hans. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Keflavík kemur fram að henni hafi verið tilkynnt um það laust upp úr klukkan fjögur í nótt að danskur hermaður væri slasaður á veitingastað í Keflavík. 13.11.2004 00:01 Merihlutinn sprunginn Meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Vestmannaeyja er sprungið. Í bókun Lúðvík Bergvinssonar sem birt er á eyjar.net segir að ekki sé rétt að halda áfram samstarfi V-lista og Framsóknarflokks í ljósi trúnaðarbrest sem upp er kominn. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafi tekið þessa ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Eyjar.net hafa eftir Andrési Sigmundssyni Framsóknarflokki að þetta sé pólitískt áfall sem komi algjörlega í bakið á honum og hann áskili sér allan rétt til að fjalla um málið síðar. 13.11.2004 00:01 Frumvarpið verði endurskoðað Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að endurskoða frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum með það að leiðarljósi að kennarar verði ekki sendir inn í skólana með óbreytt kjör. Sambandið vill með öðrum orðum ekki að bið verði á kjarabótum kennara eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. 13.11.2004 00:01 Nýr meirihluti í Eyjum Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson skrifuðu í gærkvöld undir viljayfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks. Sex bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eru sem sagt búnir að mynda meirihluta með einum bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks. Samkomulagið er undir orðunum „Friður og framfarir." 13.11.2004 00:01 29 ára Breti í haldi lögregu 29 ára gamall Breti er í haldi lögreglunnar í Keflavík grunaður um að hafa valdið dauða 33 ára dansks hermanns í nótt. Hinn látni kom til landsins í gærkvöldi með herflugvél danska hersins og átti að gista ásamt flugáhöfninni á hóteli í Keflavík. Hann fór ásamt félögum sínum út að skemmta sér í miðbæ Keflavíkur í gærkvöld. 13.11.2004 00:01 Synda frá Ægisíðu að Bessastöðum Þrettán manns hófu fyrir skömmu boðsund frá Ægisíðu að Bessastöðum í tilefni af útkomu ævisögu sundkappans frækna Eyjólfs Jónssonar. Eyjólfur var einn dáðasti afreksmaður Íslendinga um miðja síðustu öld. Árið 1962 bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Eyjólfi í eftirmiðdagskaffi, en boðið var háð því skilyrði að Eyjólfur kæmi syndandi að Bessastöðum. 13.11.2004 00:01 Frumvarpinu breytt Allsherjarnefnd hefur gert breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem miðað er að því að stöðva verkfall grunnskólakennara og setja kjör þeirra í gerðardóm. Þær gera ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður þegar í næstu viku og að úrskurður dómsins verði afturvirkur til þess tíma þegar kennarar koma aftur til vinnu. 13.11.2004 00:01 Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. 13.11.2004 00:01 Ekki lengur leynd hjá ESSO Framlög ESSO til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna. Í tilkynningu frá forstjóra ESSO segir að sundurliðun verði ekki gefin upp, enda líti félagið á öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli viðkomandi aðila. Hins vegar hafi ESSO ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari upplýsingar um framlög sem félagið mun veita. 13.11.2004 00:01 Lög á kennaradeilu samþykkt Frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, með áorðnum breytingum var samþykkt á Alþingi rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt lögunum verður gerðardómur skipaður til að leysa kjaradeilu kennara, náist ekki samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga fyrir 20. nóvember. <font size="4"></font> 13.11.2004 00:01 Þrjár bílveltur í mikilli hálku Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en á svæðinu var rigning og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. 13.11.2004 00:01 Útsvar í Reykjavík hækkað Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans mun leggja til að útsvarsprósenta næsta árs hækki úr 12,7 í rúm þrettán prósent og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hækki úr 0,32% í 0,35%, á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn kemur. Áætlaður tekjuauki vegna þessa verður notaður til að greiða niður skuldir eða til að mæta hugsanlegum launahækkunum. 13.11.2004 00:01 Blaðamannafélagið semur við SA Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær skammtímakjarasamning til eins árs. Samningurinn nær aðeins til blaðamanna Morgunblaðsins, en aðrir fjölmiðlar semja sér. 13.11.2004 00:01 Breti grunaður um manndráp 29 ára gamall breskur ríkisborgari er í haldi lögreglu grunaður um að hafa valdið dauða þrjátíu og þriggja ára dansk hermanns á skemmtistað í Keflavík í nótt. 13.11.2004 00:01 Vélarvana bátur skaut neyðarblysi Fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjarfirði voru kallaðar út um klukkan hálffimm í dag eftir að tilkynning barst um að neyðarblys hefði sést innarlega í Eyjafirði. Fljótlega eftir að tveir bátar björgunarsveita farnir af stað til leitar um fimmleytið barst tilkynning frá trillu að hún hefði komið að vélarvana hraðbát 13.11.2004 00:01 Lúðvík ásakaður um aðför og svik Vestmannaeyjalistinn hefur slitið samstarfi sínu við Framsóknarflokkinn og tekið upp meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Oddviti Framsóknarmanna fer hörðum orðum um Lúðvík Bergvinsson, alþingismann. 13.11.2004 00:01 Kaupa 70% í þekktri verslanakeðju Íslenskir fjárfestar hafa keypt tæp 70 prósent í Magasín du Nord, einni þekktustu verslanakeðju Danmerkur. Danskir fjölmiðlar segja kaupverðið vera tæpa 6 milljarða króna og fimmtíu prósentum yfir markaðsgengi. 13.11.2004 00:01 Útsvarið hækkar í Reykjavík Reykjavíkurborg mun taka upp hámarksútsvar frá áramótum og hækka fasteignaskatta, samkvæmt ákvörðun meirihluta R-listans í dag. Þetta þýðir að útsvar borgarbúa fer úr 12,7 prósentum upp í 13,03 prósent sem er hækkun um 0,33 prósentustig. Þessar skattahækkanir eru taldar skila borgarsjóði um 870 milljóna króna tekjuauka á næsta ári. 13.11.2004 00:01 Íhuga að mæta ekki á mánudag Lög voru sett á verkfall kennara í dag. Gerðardómur verður skipaður eftir viku takist deilendum ekki að semja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin kom til móts við óskir kennara og gerði breytingar á frumvarpinu. Forysta kennara segir það ekki nóg og að lögin séu ótæk. Stór hluti kennara íhugar enn að mæta ekki til vinnu á mánudaginn. 13.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tveggja vikna gæsluvarðhald Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur ásamt hollenskri konu verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl. Konan flutti nokkur hundruð grömm af kókaíni til landsins innvortis og voru þau handtekin þegar maðurinn gerði sig líklegan til að sækja fíkniefnin til hennar á hótel í Reykjavík. 14.11.2004 00:01
34 íslenskir sendiherrar Þrjátíu og fjórir sendiherrar eru í dag starfandi í þjónustu íslenska ríkisins, tuttugu erlendis og fjórtán á Íslandi. Í þessum hópi eru tvær konur og eru þær báðar starfandi á Íslandi eftir að Tómas Ingi Olrich tók við sendiherrastöðunni í París af Sigríði Snævarr sem nú starfar að undirbúningi að fyrirhuguðu framboði Íslendinga til Öryggisráðsins. 14.11.2004 00:01
5 dópmál í Hafnarfirði Fimm fíkniefnamál hafa komið upp í Hafnarfirði síðastliðinn sólarhring. Málin eru ekki talin tengjast, en þau komu upp við venjubundið eftirlit lögreglu með umferðinni. Í öllum tilvikum var fólkið með fíkniefni í neysluskömmtum, ýmist hass eða amfetamín. Tveir sextán ára piltar voru teknir með lítilræði af hassi síðdegis í gær. 14.11.2004 00:01
Eru ekki tilfinningalausir Shit Happens. Þannig lýsti Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður íslenski friðargæslunnar í Kabúl, atburðunum þegar sjálfsmorðsárás var gerð á íslenska friðargæsluliða, samkvæmt yfirlýsingu eiginkvenna og unnusta friðargæsluliðana. Þrettán ára gömul stúlka og bandarísk kona fórust í árásinni. 14.11.2004 00:01
Málið upplýst Sakborningur í manndrápsmálinu í Keflavík frá því í gær var látinn laus fyrr í dag. Skýrslutökum lögreglu af sakborningi og vitnum er lokið og málið telst upplýst. Farbann sem sett var á sakborninginn til 13. mars árið 2005 er þó ekki fallið úr gildi. Sakborningurinn er 29 ára gamall Skoti og er talið að hann hafi orðið manninum að bana með aðeins einu hnefahöggi. 14.11.2004 00:01
Fundur klukkan átta í kvöld Samninganefndir kennara og viðsemjenda þeirra munu koma saman í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan átta í kvöld. Á fundinum ætla kennarar að krefjast þess að fá eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og fara fram á að laun þeirra hækki nú þegar um 5,5 prósent eins og launanefnd sveitarfélaganna hafði fallist á í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 14.11.2004 00:01
Hraðakstur á Ólafsfirði Tíu ökumenn voru stöðvaðir í Ólafsfjarðargöngum á laugardag fyrir hraðakstur, við sameiginlegt umferðareftirlit lögreglu á Ólafsfirði og í Dalvík. 14.11.2004 00:01
Óvenju mikið um fíkniefni Óvenjumörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Um klukkan 16.30 á laugardag voru þrír piltar í bíl stöðvaðir. Í ljós kom að allir voru með kannabisefni á sér og farþegarnir tveir undir áhrifum. Piltarnir gengust við efnunum og var sleppt að yfirheyslunni lokinni. 14.11.2004 00:01
Gripnir við að flagga Dalvísk ungmenni skemmtu sér við það aðfaranótt sunnudags að flagga á frumlegan hátt í bænum 14.11.2004 00:01
Hrina árekstra í Reykjavík Nokkuð var um árekstra í Reykjavík í gær að sögn lögreglu. Rétt eftir miðnætti varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Ljósvallagötu og Ásvallagötu. Við Norðurbrún var ekið á bifreið en tjónvaldur hvarf af vettvangi. Um níuleytið á sunnudagsmorgun rákust tveir bílar saman á Vesturlandsvegi en tjón var óverulegt. 14.11.2004 00:01
Bæjarráð fjalli um deiluna Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa farið fram á fund í bæjarráði til að fjalla um kennaradeiluna. 14.11.2004 00:01
Vilja 130 þúsund í eingreiðslu Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. 14.11.2004 00:01
Góð stemmning hjá Sjónarhóli Brosandi andlit og einlæg stemmning einkenndu andrúmsloftið á Háaleitisbraut 13 í dag, þar sem haldið var upp á að langþráð ráðgjafamiðstöð fyrir aðstandendur langveikra barna var tekin í notkun. 14.11.2004 00:01
Snjór fyrir norðan og vestan Snjó hefur kyngt niður fyrir norðan og vestan í dag og áhugamenn um skíðaiðkun og snjósleðaferðir kættust verulega á Vestfjörðum en þar var síðdegis kominn um tuttugu sentímetra jafnfallinn snjór. Segja þá sumir bara meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. 14.11.2004 00:01
Ætla ekki að mæta Óvíst er með hvaða hætti skólastarf í grunnskólum landsins verður á morgun. Búast má við að fjölmargir kennarar tilkynni veikindi í fyrramálið. Kennarar í Keflavík ætla að hitta prest í Keflavíkurkirkju í fyrramálið, biðja saman og fá hjá honum áfallahjálp. 14.11.2004 00:01
Afbrýðisemi leiddi til höggsins Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að dauða danska hermannsins í Keflavík í fyrrakvöld var látinn laus í dag. Lögregla segir málið upplýst og að játning mannsins liggi fyrir. Kona sem stóð við hliðina á Dananum þegar hann var kýldur segir að afbrýðisemi sé rót þessa harmleiks. 14.11.2004 00:01
Segir fjármálastjórn slaka Hækkun útsvars í Reykjavík þýðir að borgin tekur þriðjung af áformaðri lækkun tekjuskatts um áramótin. Oddviti sjálfstæðismanna segir þetta beina afleiðingu af slakri fjármálastjórn og langvarandi skuldasöfnun R-listans. 14.11.2004 00:01
Ósáttir við yfirmanninn Íslensku friðargæsluliðarnir sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í síðast mánuði eru ósáttir við afgreiðslu Hallgríms Sigurðssonar, yfirmanns þeirra, á atburðunum. Þeir segja hann hafa lýst þeim með orðunum "Shit happens" og því hafi þeir klæðst stuttermabolum með þeirri áletrun. 14.11.2004 00:01
Vestasti oddinn laðar að Sú staðreynd að vestasti oddi Evrópu skuli vera í Vesturbyggð skilar erlendum ferðamönnum nú þegar í stríðum straumum þangað. Á þessum grunni vonast sveitarfélagið til að gera ferðaþjónustu að annarri helstu stoð atvinnulífsins. 14.11.2004 00:01
Þriggja bíla árekstur Harður þriggja bíla árekstur varð við Lyngholt á milli Akranes og Borgarnes um klukkan sex í gær. Á meðan lögregla var á vettvangi fóru tveir bílar, sem komu að, út af og þurfti að flytja einn farþeganna á sjúkrahúsið á Akranesi. 14.11.2004 00:01
Játuðu smyglið Hollensk kona og þrítugur maður hafa játað innflutning á 200 til 300 grömmum af kókaíni. Lögreglan vill ekki staðfesta magn efnisins að svo stöddu. Konan faldi kókaínið í leggöngum sínum þegar kom til landsins. 14.11.2004 00:01
Félagar Skotans niðurbrotnir Félagar Skotans sem veitti danska hermanninum Flemming Tolstrup banahögg aðfaranótt laugardags segjast niðurbrotnir. 14.11.2004 00:01
Játar að hafa slegið Danann Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag. 14.11.2004 00:01
Spjótunum beint að Hallgrími Eiginkonur og unnustur íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þær mótmæla fréttaflutningi af málum þeirra. Yfirmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl er gagnrýndur harkalega. Ekki er útilokað að mennirnir muni leita réttar síns. 14.11.2004 00:01
Brunnlokunum bísað Gripdeildir af óvenjulegu tagi gera Bretum nú lífið leitt en þjófnaður á járnsteyptum brunnlokum hefur færst þar mikið í vöxt að undanförnu. Rétt eins og hérlendis eru brunnarnir ofan í götum og strætum og er einfalt mál að fjarlægja lokin á þeim þótt þung séu. 14.11.2004 00:01
Vill halda í bjartsýnina Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. 14.11.2004 00:01
Morð í Keflavík? Lögreglan í Keflavík rannsakar andlát dansks hermanns í nótt og er útlendingur í haldi lögreglu, grunaður um að vera valdur að láti hans. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Keflavík kemur fram að henni hafi verið tilkynnt um það laust upp úr klukkan fjögur í nótt að danskur hermaður væri slasaður á veitingastað í Keflavík. 13.11.2004 00:01
Merihlutinn sprunginn Meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Vestmannaeyja er sprungið. Í bókun Lúðvík Bergvinssonar sem birt er á eyjar.net segir að ekki sé rétt að halda áfram samstarfi V-lista og Framsóknarflokks í ljósi trúnaðarbrest sem upp er kominn. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafi tekið þessa ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Eyjar.net hafa eftir Andrési Sigmundssyni Framsóknarflokki að þetta sé pólitískt áfall sem komi algjörlega í bakið á honum og hann áskili sér allan rétt til að fjalla um málið síðar. 13.11.2004 00:01
Frumvarpið verði endurskoðað Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að endurskoða frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum með það að leiðarljósi að kennarar verði ekki sendir inn í skólana með óbreytt kjör. Sambandið vill með öðrum orðum ekki að bið verði á kjarabótum kennara eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. 13.11.2004 00:01
Nýr meirihluti í Eyjum Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson skrifuðu í gærkvöld undir viljayfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks. Sex bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eru sem sagt búnir að mynda meirihluta með einum bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks. Samkomulagið er undir orðunum „Friður og framfarir." 13.11.2004 00:01
29 ára Breti í haldi lögregu 29 ára gamall Breti er í haldi lögreglunnar í Keflavík grunaður um að hafa valdið dauða 33 ára dansks hermanns í nótt. Hinn látni kom til landsins í gærkvöldi með herflugvél danska hersins og átti að gista ásamt flugáhöfninni á hóteli í Keflavík. Hann fór ásamt félögum sínum út að skemmta sér í miðbæ Keflavíkur í gærkvöld. 13.11.2004 00:01
Synda frá Ægisíðu að Bessastöðum Þrettán manns hófu fyrir skömmu boðsund frá Ægisíðu að Bessastöðum í tilefni af útkomu ævisögu sundkappans frækna Eyjólfs Jónssonar. Eyjólfur var einn dáðasti afreksmaður Íslendinga um miðja síðustu öld. Árið 1962 bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Eyjólfi í eftirmiðdagskaffi, en boðið var háð því skilyrði að Eyjólfur kæmi syndandi að Bessastöðum. 13.11.2004 00:01
Frumvarpinu breytt Allsherjarnefnd hefur gert breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem miðað er að því að stöðva verkfall grunnskólakennara og setja kjör þeirra í gerðardóm. Þær gera ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður þegar í næstu viku og að úrskurður dómsins verði afturvirkur til þess tíma þegar kennarar koma aftur til vinnu. 13.11.2004 00:01
Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. 13.11.2004 00:01
Ekki lengur leynd hjá ESSO Framlög ESSO til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna. Í tilkynningu frá forstjóra ESSO segir að sundurliðun verði ekki gefin upp, enda líti félagið á öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli viðkomandi aðila. Hins vegar hafi ESSO ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari upplýsingar um framlög sem félagið mun veita. 13.11.2004 00:01
Lög á kennaradeilu samþykkt Frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, með áorðnum breytingum var samþykkt á Alþingi rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt lögunum verður gerðardómur skipaður til að leysa kjaradeilu kennara, náist ekki samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga fyrir 20. nóvember. <font size="4"></font> 13.11.2004 00:01
Þrjár bílveltur í mikilli hálku Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en á svæðinu var rigning og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. 13.11.2004 00:01
Útsvar í Reykjavík hækkað Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans mun leggja til að útsvarsprósenta næsta árs hækki úr 12,7 í rúm þrettán prósent og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hækki úr 0,32% í 0,35%, á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn kemur. Áætlaður tekjuauki vegna þessa verður notaður til að greiða niður skuldir eða til að mæta hugsanlegum launahækkunum. 13.11.2004 00:01
Blaðamannafélagið semur við SA Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær skammtímakjarasamning til eins árs. Samningurinn nær aðeins til blaðamanna Morgunblaðsins, en aðrir fjölmiðlar semja sér. 13.11.2004 00:01
Breti grunaður um manndráp 29 ára gamall breskur ríkisborgari er í haldi lögreglu grunaður um að hafa valdið dauða þrjátíu og þriggja ára dansk hermanns á skemmtistað í Keflavík í nótt. 13.11.2004 00:01
Vélarvana bátur skaut neyðarblysi Fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjarfirði voru kallaðar út um klukkan hálffimm í dag eftir að tilkynning barst um að neyðarblys hefði sést innarlega í Eyjafirði. Fljótlega eftir að tveir bátar björgunarsveita farnir af stað til leitar um fimmleytið barst tilkynning frá trillu að hún hefði komið að vélarvana hraðbát 13.11.2004 00:01
Lúðvík ásakaður um aðför og svik Vestmannaeyjalistinn hefur slitið samstarfi sínu við Framsóknarflokkinn og tekið upp meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Oddviti Framsóknarmanna fer hörðum orðum um Lúðvík Bergvinsson, alþingismann. 13.11.2004 00:01
Kaupa 70% í þekktri verslanakeðju Íslenskir fjárfestar hafa keypt tæp 70 prósent í Magasín du Nord, einni þekktustu verslanakeðju Danmerkur. Danskir fjölmiðlar segja kaupverðið vera tæpa 6 milljarða króna og fimmtíu prósentum yfir markaðsgengi. 13.11.2004 00:01
Útsvarið hækkar í Reykjavík Reykjavíkurborg mun taka upp hámarksútsvar frá áramótum og hækka fasteignaskatta, samkvæmt ákvörðun meirihluta R-listans í dag. Þetta þýðir að útsvar borgarbúa fer úr 12,7 prósentum upp í 13,03 prósent sem er hækkun um 0,33 prósentustig. Þessar skattahækkanir eru taldar skila borgarsjóði um 870 milljóna króna tekjuauka á næsta ári. 13.11.2004 00:01
Íhuga að mæta ekki á mánudag Lög voru sett á verkfall kennara í dag. Gerðardómur verður skipaður eftir viku takist deilendum ekki að semja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin kom til móts við óskir kennara og gerði breytingar á frumvarpinu. Forysta kennara segir það ekki nóg og að lögin séu ótæk. Stór hluti kennara íhugar enn að mæta ekki til vinnu á mánudaginn. 13.11.2004 00:01