Innlent

SAMFOK mótmæla aðgerðum kennara

Stjórn sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem miklum vonbrigðum er lýst með ákvörðun kennara í grunnskólum Reykjavíkur um að mæta ekki til vinnu í dag og með því virða nýsamþykkt lög og velferð grunnskólabarna að vettugi. Í yfirlýsingunni segir að þrátt fyrir óánægju kennara með þróun samningsmála þeirra undanfarið sé óásættanlegt að þeir virði ekki þau lög sem sett eru í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×