Innlent

Karlmaður stunginn í nótt

Karlmaður á fertugsaldri var stunginn djúpu hnífssári í heimahúsi í Reykjavík á fimmta tímanum í nótt. Annað lunga hans féll meðal annars saman en hann gat hringt á lögreglu og var hann þegar fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild, þar sem hann gekkst strax undir aðgerð, og verður eitthvað áfram á sjúkrahúsi. Kona á fertugsaldri, sem var í íbúðinni þegar lögregla kom á vettvang og er grunuð um verknaðinn, var handtekin og verður yfirheyrð í dag. Nánari málsatvik liggja ekki fyrir að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×