Innlent

Fullkomin óvissa um framhaldið

Tugum þúsunda grunnskólanemenda var snúið frá skólum sínum víða um land þegar þeir mættu þangað í morgun. Engar tilkynningar höfðu borist frá skólum eða fræðsluyfirvöldum um að skólahald félli víðast hvar niður, að hluta eða alveg. Hálfgert öngþveiti skapaðist við suma skólana þegar forledrar, einkum yngstu barnanna, biðu þar með börnum sínum eftir að fá úr því skorið hvort skólahald yrði eða ekki. Tilkynningar hafa borist af öllu landinu um lokaða eða hálf lamaða skóla, einkum frá nemendum sjálfum og foreldrum, en nokkrir skólastjórar hafa líka hirngt. Á þónokkrum stöðum í strjálbýlinu er skólahald með nokkurnveginn eðlilegum hætti. sumstaðar kenna nokkrir kennarar, annarssstaðar er reynt að hafa ofan af fyrir kennaralausum nemendum og dæmi eru um að nemendum hafi verið hleypt inn í stofur, en síðan hafi kennarar gengið út. Laust fyrir miðnætti undirrituðu samningamenn kennara og sveitarféalga viljayfirlýsingu um að stefna að því að setjast aftur við samningaborðið og stefna að því að ná samningum fyrir næstu helgi, áður en ákvæði um gerðardóm í lögunum á verkfallið, verður virkt. Sveitarstjórnarmenn buðu 130 þúsund króna eingreiðslu, eins og kennarar hföðu farið fram á, en samningahóparnir eru ekki betur smollnir saman en svo að þeir geta ekki einu sinni komið sér saman um túlkun á 5,5 prósenta launahækkun strax. Samningamenn sveitarstjórna telja að kennarar hafi afþakkað hækkunina á síðustu stundu. Birgir Björn Sigurjónsson oddviti samninganefndar sveitarfélaganna segir að boðist hafi verið að verða við kröfur kennara, en þeir hafi hafnað því á síðustu stundu. Hann segist ekki vilja fara nánar út í það hvað olli því að kennarar höfnuðu tillögunni og þeim hafi snúist hugur. Eiríkur Jónsson formaður Samninganefndar sveitarfélaga er á allt örðu máli. Hann segir það sem verið hafi í boði verið 130 þúsund króna eingreiðslan og svo að 5,5% hækkunin yrði hluti af kjarasamningi ef hann næðist. Hann segir að forsvarsmenn kennara hafa talið að um skyndihækkun væri að ræða, en þeir hafi engu hafnað, heldur hafi þeir ekki sætt sig við að hækkunin nú væri skilyrt sem hluti af kjarasamningi. Hvað sem þessu líður komu samninganefndirnar saman hjá Ríkissátatsemjara klukkan tíu í morgun og voru þar enn rétt fyrir hádegi. Samtökin Heimili og skóli hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma það að kennarar hafi ekki mætt í stórum stíl til vinnu í dag. Samtökin hafa skilning á þessari erfiðu stöðu sem kennarar eru í, en landslög beri að virða, segir í tilkynningunni, hversu ósanngjörn sem þau kunna að vera. Margir skólakrakkar hringdu í fréttastofuna í morugn til að koma áleiðis upplýsingum um að skólhaldi hafi verið aflýst í skólum þeirra. Þeir voru ýmist sárir, undrandi eða reiðir, og einn þeirra spurði hvort kennarar hefðu framvegis heimild til að mekrja skróp i kladdann, ef einhver nemandi mætti ekki í skólann án eðlilegra skýringa. Einn faðir hringdi og sagði að ríkisvaldið gæti ekki skorast undan ábyrgð, eins og það reyni að gera. Það sé ótvíræð skylda framkvæmdavaldsins að framfylgja lögum um skólaskyldu í landinu. Það gilti einu hvort það framseldi framkvæmdina til undirverktaka eins og sveitarfélaga eða einkaskóla, ríksivaldið bæri sjálft fyrst og síðast ábyrgðina að börn nytu kennslu í samræmi við landslög. Þá kom fram í máli foreldra í morgun að mörg yngstu börnin hafi orðið mjög sár, eftir allan spenninginn að geta nú loks farið að mæta í skólann, og sum þeirar hafi jafnvel upplifað höfnun. Kolbrún Ragnarsdóttir formaður foreldraféalgs Borgarskóla segir að í ljósi þessa hafi félagið ákveðið í smaráði við prestana í Grafarvogi að efna til Guðsþjónustu í Grafarvogskirkju klukkan fimm í dag þar sem börn og foreldrar geti fengið einskonar áfallahjálp. En nú vaknar spurningin um morgundaginn. Fréttastofan hefur af þv i fregnir að þó nokkrir kennarar, sem voru veikir í morgun, hafi boðað komu sína í vinnu á morgun og nokkrir skólastjórar, sem Fréttaastofan ræddi við fyrir hádegi vonast til að ástandið skýrist eitthvað þegar líða tekur á daginn. Engar upplýsngar er að hafa um horfur morgundagsins hjá fræðsluyfirvöldum í Reykjavík en dæmi eru um að sumstaðar ætli foreldrar ekki lengur að velkjast í vafa, heldur að grípa til sinna eigin ráða. Þannig hefur hópur foreldra við Stóruvoga-skóla á Vatnsleysuströnd boðið skólastjóranum starfskraftra sína í forföllum kennara svo ekki þurfi að enda börnin aftur heim. Einn úr hópnum er Kjartan Hilmarsson og segir hann að hópur foreldra hafi sett sig í samband við skólastjórann og nafnalista verði komið til hans, svo ekki þurfi að senda börnin heim á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×