Innlent

Hætt kominn eftir hnífsstungu

Maður á fertugsaldri var hætt komin þegar hann var stunginn í bakið í heimahúsi á Kleppsvegi í gær. Kona á svipuðum aldri var handtekin, grunuð um verknaðinn, en hún var yfirheyrð í dag. Hnífsblaðið gekk í gegnum hægra herðablað mannsins með þeim afleiðingum að lungað féll saman. Hann gat sjálfur hringt á lögreglu en auk hans og konunnar var einn maður til í íbúðinni. Heilsa mannsins er eftir atvikum góð en hann mun liggja áfram inni á sjúkrahúsi til eftirlits.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×