Innlent

Ráðuneyti kannar palljeppa

Fjármálaráðuneytið ætlar að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni. Þetta kom fram í svari fjármálaráðuneytisins við bréfi sem Landvernd sendi í september. Stjórn Landverndar telur að umtalsverður hluti þeirra palljeppa sem fluttir eru til landsins sem vinnutæki og beri gjöld sem slík séu fyrst og fremst notaðir sem einkabílar. Þessi bílar noti mikið eldsneyti og því telur stjórnin að þessi þróun sé ekki í takt við áætlun ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×