Innlent

Óvíst hvort kennt verði í dag

MYND/Vísir
Óvíst er hvort kennsla verður allstaðar með eðlilegum hætti í grunnskólum landsins í dag, þrátt fyrir að samningamenn kennara og sveitarfélaga hafi rétt fyrir miðnætti undirritað viljayfirlýsingu um samkomulag. Rétt fyrir átta var enn víða óljóst með farmvindu mála. Í nokkrum skólum, sem Fréttastofan hafði samband við, höfðu þónokkrir kennarar tilkynnt fjarvistir, en þó ekki meira en svo að hægt yrði að halda uppi starfssemi í skólunum, ef ekki bærust fleiri tilkyynningar um forföll. Símar hafa ekki svarað í fræðslumiðstöðvum stærstu þéttbýliskjarnanna í morgun, þótt svona óvenjulega standi á. Rétt fyrir fréttir fékkst staðfest að ekki verður kennt í Korpuskóla í Grafarvogi og hafa kennarar verið að hringja í foreldra og láta vita og það verður heldur ekki kennsla í Kópavogsskóla, eftir því sem Fréttastofan kemst næst. Viljayfirlýsingin, sem samningamenn undirituðu um miðnætæti er þess efnis að stefnt skuli að því að ná smkomulagi fyrir næstu helgi, eða áður en ákvæði um gerðardóm í lögunum, sem sett voru á föstudag, verður virkt. Samningamenn sveitarfélaga féllust jafnframt á hundrað og þrjátíu þúsund króna eingreiðslu til kennara strax, en höfnuðu kröfu þeirra um 5,5 prósetna hækkun þegar í stað. Mikil reiði ríkir meðal kennara í gær vegna lagasetningarinnar og sögðust margir ekki ætla að mæta til starfa í dag, eða mæta og sitja aðgerðarlausir. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort viljayfirlýsingin frá miðnætti , breytir þar einhverju. Nýr samningafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×