Innlent

Vill opið bókhald stjórnmálaflokka

Bókhald stjórnmálaflokka á að vera opið og aðgengilegt að mati Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Hann telur það setja fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau styðja félagsstarf þar sem eitthvert pukur er í gangi. "Alþingi á að taka það upp hjá sjálfu sér að skýra leikreglurnar þannig að það sé ekki verið að hringja í fyrirtæki úti í bæ til að spyrja hvort þau hafi styrkt stjórnmálaflokkana. Upplýsingar um það eiga ekki að vera leyndarmál því það kallar bara á tortryggni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×