Innlent

Fá bæturnar greiddar

Úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta felldi úr gildi ákvörðun úthlutunarnefndar um niðurfellingu bóta til atvinnulausra kennara. Kennurunum hafði verið gert að sækja bætur í vinnudeilusjóð kennara þrátt fyrir að hafa ekki starfað við kennslu þegar verkfallið hófst. Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs Kennarrasambands Íslands, segir um þrjár milljónir hafa runnið til atvinnulausra kennara á verkfallstímanum. Úrskurður nefndarinnar sé ekki afturvirkur en mikilvægur og gefi fordæmi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×