Skólastarf lamað 15. nóvember 2004 00:01 Tugum þúsunda grunnskólabarna var snúið frá skólum sínum víða um land í morgun. Margir skólar voru lokaðir og starfsemin hálflömuð vegna fjarvista kennara. Grunnskólakennarar virtust svo harmi slegnir, vegna lagasetningar stjórnvalda, að þeir réðu ekki við að mæta til vinnu í morgun. Engar tilkynningar höfðu borist frá skólum eða fræðsluyfirvöldum í morgun um að skólahald félli víðast hvar niður, að hluta eða alveg. Hálfgert öngþveiti og ringlureiðs skapaðist við suma skólana þegar foreldrar, einkum yngstu barnanna, biðu með börnum sínum eftir að fá úr því skorið hvort af skólahaldi yrði eður ei. Í Reykjavík mætti tæpur fimmtungur kennara til starfa. Í fáeinum skólum á landsbyggðinni mættu allir, annars staðar sumir þeirra og víða enginn. Foreldrar sem mættu með börn sín í skóla vissu ekki neitt í sinn haus og voru afar ósáttir með ástandið. Ljóst var að ástandið reyndi á þolrifin hjá mörgu foreldrinu og kennarar báru sig lítt betur. Þeir sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu sorg og reiði hafa kallað fram veikindin og gert það að verkum að þeir treystu sér ekki til vinnu, enda dæmi um að þeir hafi einfaldlega brotnað saman í morgunsárið. Um helgina funduðu kennarar víða, óformlega, en ítreka að ekki sé um að ræða samræmdar aðgerðir. Það er innihald lagasetningar stjórnvalda sem virðist framkalla veikindin og skilaboð kennara eru skýr. Þeir segjast ekki munu beygja sig undir slíkt valdboð eftir sjö vikna verkfall og líkja aðgerðum stjórnvalda við hryðjuverk. Kennarar í Reykjanesbæ fjölmenntu til kyrrðarstundar í Keflavíkurkirkju í leit að styrk fyrir skóladaginn, en þrátt fyrir þá stund var skólastarfið hálf lamað þar á bæ, líkt og svo víða annars staðar. Dröfn Rafnsdóttir, varaformaður kennarasambands Reykjaness, segir að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir kennara og því hafi þótt viðeigandi að fá stund með presti til þess að ná áttum. Og það var víðar sem fólk kom saman til kirkju vegna ástandsins í grunnskólum. Foreldraráð Borgarskóla, bauð foreldrum og börnum til kyrrðarstundar í Grafarvogskirkju síðdegis, en fjöldi barna mun hafa haldið grátandi heim í morgun þegar ljóst var að enginn kennari við skólann hafði heilsu til að kenna. Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Tugum þúsunda grunnskólabarna var snúið frá skólum sínum víða um land í morgun. Margir skólar voru lokaðir og starfsemin hálflömuð vegna fjarvista kennara. Grunnskólakennarar virtust svo harmi slegnir, vegna lagasetningar stjórnvalda, að þeir réðu ekki við að mæta til vinnu í morgun. Engar tilkynningar höfðu borist frá skólum eða fræðsluyfirvöldum í morgun um að skólahald félli víðast hvar niður, að hluta eða alveg. Hálfgert öngþveiti og ringlureiðs skapaðist við suma skólana þegar foreldrar, einkum yngstu barnanna, biðu með börnum sínum eftir að fá úr því skorið hvort af skólahaldi yrði eður ei. Í Reykjavík mætti tæpur fimmtungur kennara til starfa. Í fáeinum skólum á landsbyggðinni mættu allir, annars staðar sumir þeirra og víða enginn. Foreldrar sem mættu með börn sín í skóla vissu ekki neitt í sinn haus og voru afar ósáttir með ástandið. Ljóst var að ástandið reyndi á þolrifin hjá mörgu foreldrinu og kennarar báru sig lítt betur. Þeir sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu sorg og reiði hafa kallað fram veikindin og gert það að verkum að þeir treystu sér ekki til vinnu, enda dæmi um að þeir hafi einfaldlega brotnað saman í morgunsárið. Um helgina funduðu kennarar víða, óformlega, en ítreka að ekki sé um að ræða samræmdar aðgerðir. Það er innihald lagasetningar stjórnvalda sem virðist framkalla veikindin og skilaboð kennara eru skýr. Þeir segjast ekki munu beygja sig undir slíkt valdboð eftir sjö vikna verkfall og líkja aðgerðum stjórnvalda við hryðjuverk. Kennarar í Reykjanesbæ fjölmenntu til kyrrðarstundar í Keflavíkurkirkju í leit að styrk fyrir skóladaginn, en þrátt fyrir þá stund var skólastarfið hálf lamað þar á bæ, líkt og svo víða annars staðar. Dröfn Rafnsdóttir, varaformaður kennarasambands Reykjaness, segir að dagurinn í dag sé mikill sorgardagur fyrir kennara og því hafi þótt viðeigandi að fá stund með presti til þess að ná áttum. Og það var víðar sem fólk kom saman til kirkju vegna ástandsins í grunnskólum. Foreldraráð Borgarskóla, bauð foreldrum og börnum til kyrrðarstundar í Grafarvogskirkju síðdegis, en fjöldi barna mun hafa haldið grátandi heim í morgun þegar ljóst var að enginn kennari við skólann hafði heilsu til að kenna.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira