Innlent

Vika nægur tími

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, telur að vikufrestur eigi að vera nægur tími til að ná samningum við kennara. "Ég vil að við notum þennan frest til að reyna að leysa þetta án þess að það þurfi að koma til gerðardóms. Ég er bara ánægður með að menn hefjast handa strax í kvöld. Við gerum ráð fyrir að forsendur laganna og lögin sjálf breyti sýn á þetta mál. Nú blasir við að menn missa réttinn til að semja eftir föstudaginn þannig að það er eins gott að hafa snöggar hendur og klára þetta. Viku frestur á að vera nóg," sagði hann í gær skömmu áður en hann fór á fundinn hjá ríkissáttasemjara.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×