Innlent

Snjóþekja á vegum um allt land

Snjóþekja er á vegum um mest allt land og víðast hálka. Nokkuð snjóaði norðaustanlands í gær og á Akureyri í nótt, en götur þar eru þó vel færar. Ekki er vitað um alvarleg óhöpp vegna hálku í gærkvöldi og í nótt. Starfsmenn skíðasvæðisins á Ísafirði gripu tækifærið og fóru að troða á skíðasvæðinu í dag, til að halda snjónum þar kyrrum, þótt ekki sé enn orðið skíðafæri. Vegagerðin hefur varað við hálku á Hellisheiði, í Þrengslunum, á Sandskeiði og á Holtavörðuveiði og verið er að hreinsa vegi á norðausturlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×