Innlent

Fræðsluráð fer fram á lagfæringu

Fræðsluráð Reykjavíkur ályktaði í dag einróma að skólastjórar leituðust við að hafa eðlilegt skólastarf á morgun eftir föngum og börnum yrði tryggð vist í skólanum. Á fundi fræðsluráðs var lagt fram yfirlit um forföll og kennslu í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og kom fram að á milli 15- 20% kennara hafi verið mættir til kennslu. Samþykkt var einróma að beina þeim tilmælum til skólastjórnenda að leitað yrði leiða til að tryggja að grunnskólar borgarinnar tækju á móti nemendum frá og með morgundeginum og veiti grunnskólanemendum þar með lögbundna þjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×