Innlent

Börnum snúið frá skólum

Tugum þúsunda grunnskólanemenda var snúið frá skólum sínum víða um land þegar þeir mættu þar til náms í morgun þar sem engar tilkynningar höfðu borist frá skólum eða fræðsluyfirvöldum um að skólahald félli víðast hvar niður. Hálfgert öngþveiti skapaðist við suma skólana þegar forledrar, einkum yngstu barnanna, biðu þar með brönum sínum eftir að fá úr því skorið hvort skólahald yrði eða ekki. Tilkynningar hafa borist af öllu landinu um lokaða skóla, einkum frá nemendum sjálfum og foreldrum, en nokkrir skólastjórar hafa líka hirngt. sumstaðar kenna nokkrir kennarar, og dæmi eru um að nemendum hafi verið hleypt inn í stofur, en síðan hafi kennarar gengið út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×