Innlent

Setið um vel launuð störf

Erfiðlega gæti gengið að fá vinnu fyrir þá kennara sem vilja skipta um starfsvettvang. "Vinnumarkaðurinn er þungur," segir Gunnar Richardsson, deildarstjóri vinnumiðlunarsviðs hjá Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins. "Kennarar eru fólk með almennt góða menntun. Slegist er um þau störf sem bjóðast," segir Gunnar. Um 3.000 manns eru á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu. Um 10 prósent þeirra eru háskólamenntaðir. "Almennt gildir að ef fólk segir sjálft upp vinnu þarf það að bíða í 40 virka daga áður en það fær atvinnuleysisbætur," segir Gunnar. Það gildi einnig um fólk sem segi upp í kjarabaráttu. Einungis einn kennari af 38 mætti í Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hilmar Ingólfsson skólastjóri segir fjölmarga kennara hafa sagst íhuga uppsögn þegar þeir tilkynntu veikindi í gær. Atvinnuleysisbætur nema 4.096 krónum á hvern virkan dag. Það gera 88.760 á mánuði. Með hverju barni eru 164 krónur greiddar aukalega.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×