Innlent

Eiga 360 milljónir í sjóðnum

Hver klukkustund í verkfalli grunnskólakennara kostaði vinnudeilusjóð Kennarasambands Íslands hálfa milljón króna. Um 380 milljónir eru í verkfallsjóðnum. Árni Heimir Jónsson, formaður Vinnudeilusjóðs Kennarasambands Íslands, segir að fyrir verkfallið hafi sjóðurinn átt um 900 milljónir. Hver dagur hafi kostað um 12 milljónir. Árni segir að gera eigi upp síðustu daga verkfallsins. Óljóst sé hvort bætur verði greiddar frá laugardegi eða hvort kennarar hafi við lagasetningu farið á launaskrá sveitarfélaganna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×