Fleiri fréttir

Stunginn með hníf í brjóstið

Karlmaður um tvítugt liggur á sjúkrahúsi í höfuðborginni eftir alvarlega hnífstunguárás af hendi manns á svipuðum aldri í heimahúsi í Grafarholti í nótt.

Þjóðverjar tilbúnir að veita hernaðaraðstoð

Þýska varnarmálaráðuneytið er tilbúið til að senda allt að sex herþotur til loftrýmisgæslu til Eystrarsaltsríkjanna sem og herskip. Þá munu Bandaríkjamenn fjölga herþotum sínum um sex og hafa Bretar, Frakkar og Danir boðist til þess að senda herþotur.

Ljósin kveikt að nýju

Ekki var kveikt á götuljósum í Reykjavík og Seltjarnarnessbæ fyrr en klukkan 21.30 í kvöld. Með því tóku sveitarfélögin þátt í umhverfisviðburðinum Jarðarstund eða Earth hour.

„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“

"Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni.

Ofbeldi með stuðningi yfirvalda

Enginn lögreglumaður í Úkraínu hefur verið látinn svara til saka fyrir yfirgengilegt ofbeldi sem mótmælendur hafa verið beittir þar í landi undanfarna mánuði. Þetta segir starfsmaður Amnesty International í Úkraínu sem staddur var hér á landi í vikunni.

„Benjamín er sterkasti krakki sem ég þekki“

Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli.

"Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“

Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess.

Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka

Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt.

Stoltenberg þarf að læra frönsku

Stuðningur Frakka við valið á Jens Stoltenberg sem næsta framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) var háður því að hann bætti kunnáttu sína í frönsku.

Kennarar funda enn

Viðræður dagsins eru beint framhald samningafundar sem stóð í allan gærdag. Viðræðunefnd kennara og stjórnenda leggur áherslu á að samningaviðræður helgarinnar skili aðilum nær samkomulagi.

Óttast að verkfall dragist á langinn

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist ekki vongóð um að samningar takist í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins um helgina.

Velja á milli stelpna í Versló

"Ég hef reynt í allan morgun að finna hver stendur að baki þessarar síðu og allir starfsmenn skólans eru með fálma úti. Það hefur þó ekki gengið,“ segir Ingi Ólafsson skólastjóri Verslunarskóla Íslands.

Verðlaun Háskólans í Reykjavík afhent

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gær verlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, þjónustu og kennslu.

Enn er óvíst hvort samið verði í bráð

Engar upplýsingar um gang kjaraviðræðna fást en verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Kennarar fá ekki að vita hvaða tilboð hafa borist frá ríkinu en treysta því að samninganefnd sé að vinna að þeirra hag.

Hvers eiga börnin að gjalda?

Sonur Ásdísar Bergþórsdóttur var rekinn úr skóla vorið 2011, hann var tekinn aftur inn um haustið en þá voru úrræði fyrir drenginn óásættanleg að hennar mati.

Þeir fara með kvótann á einu bretti burt

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum.

Pólítíkin: Aukið gegnsæi dregur úr spillingu

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vill auka íbúalýðræði í borginni og opna stjórnsýsluna. Hann segir að með auknu gegnsæi sé hægt að draga úr spillingu og koma í veg fyrir sóun á peningum skattgreiðenda.

Borgið verðtryggð lán með séreignasparnaði

Lektor og aðjúnkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í framtíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignasparnaði. Þeir eru sammála um það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði.

Fá ríki í heiminum lífláta fólk

Samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökunum Amnesty International hefur aftökum í heiminum fjölgað um fimmtán prósent. Langflestir eru teknir af lífi í Kína.

Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga

Einstaklingar, hagsmunasamtök og félagasamtök hafa sent inn athugasemdir við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Minnt er á loforð og krónan sögð gengin sér til húðar.

Banaslys í Fukushima

Verkamaður í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan fórst eftir að hafa grafist undir aurskriðu.

Biskup plantaði tré þjóðkirkjunnar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, tók ásamt starfsfólki Biskupsstofu þátt í athöfn þar sem tré þjóðkirkjunnar var plantað í Lúthersgarðinum í þýsku borginni Wittenberg.

Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta

Olga Bogomolets læknir og einn af leiðtogum andófsmanna í Kænugarði hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Úkraínu. Hún stóð vaktina alla dagana sem árásirnar voru gerðar á mótmælendur og setti upp bráðamóttöku á Maidan torgi

Hart barist um bitann

Starfsmaður Náttúrustofu náði einstöku myndbandi af tófu gera atlögu að haferni, sem var í góðu yfirlæti að gæða sér á nýveiddri bráð.

Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega

Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í Reykjavík vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu og sæki umboð sitt beint til borgarbúa en ekki borgarfulltrúa.

"Konur lifa yfirleitt heilsusamlegra lífi“

Á meðan karlar lifa sífellt heilsusamlegra lífi versnar andleg líðan hjá ungum konum hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum reglulegrar rannsóknar landlæknisembættisins um heilsu og líðan Íslendinga.

Hvorki fórnarlömb né hetjur

Lektor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands segir algengt að fötluðum einstaklingum sé annaðhvort lýst sem hetjum eða fórnarlömbum í fjölmiðlum, en hvorugt lýsir vel daglegri reynslu fatlaðra einstaklinga.

Sjá næstu 50 fréttir