Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 23:15 Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson, stjórnarfólk í Búsetufrelsi og íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. aðsend Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. „Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis. Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis.
Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02