Innlent

Nýr sendiherra Rússlands hér á landi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Anton Vasiliev.
Anton Vasiliev. mynd/arcticfrontiers
Anton Vasiliev, einn virtasti sérfræðingur Rússa í málefnum norðurslóða, verður næsti sendiherra Rússlands hér á landi. Greint er frá þessu á vefsíðu Arctic Journal.

Vasiliev kemur til með að afhenda trúnaðarbréf sitt í enda apríl eða í byrjun maí og tekur hann við af Andrey Tsyganov, sem gegnt hefur embættinu frá árinu 2010. Tsyganov hefur nú farið af landi brott.

Vasilev hefur gegnt embætti sendiherra Rússlands í norðurslóðamálum og er hann einn æðsti embættismaður landsins í þeim málaflokki.

Þá hefur hann einnig verið fulltrúi Rússa í Norðurskautsráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×