Erlent

Karlmaður á níræðisaldri skaut barnabarn sitt í höfuðið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn, sem er 86 ára, skaut barnabarn sitt í höfuðið.
Maðurinn, sem er 86 ára, skaut barnabarn sitt í höfuðið. vísir/getty
Karlmaður á níræðisaldri skaut barnabarn sitt og kærustu hans í Staten Island í Bandaríkjunum í dag. AP greinir frá.

Barnabarn hans, sem er 47 ára gamall karlmaður, liggur illa haldinn á sjúkrahúsi en konan, sem er 28 ára, er látin. Eftir að hafa skotið parið skaut maðurinn sjálfan sig til bana.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til, en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×