Innlent

Biskup plantaði tré þjóðkirkjunnar

Freyr Bjarnason skrifar
Biskup Íslands tók þátt í plöntun trés þjóðkirkjunnar.
Biskup Íslands tók þátt í plöntun trés þjóðkirkjunnar. Mynd/Þjóðkirkjan
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, tók ásamt starfsfólki Biskupsstofu þátt í athöfn þar sem tré þjóðkirkjunnar var plantað í Lúthersgarðinum í þýsku borginni Wittenberg.

Agnes mokaði mold að trénu og vökvaði það á meðan aðrir þátttakendur sungu taizé-sálminn „Þér lýðir, lofið Drottinn, og tignið nafnið hans.“ Hópurinn var staddur í Wittenberg til að fræðast um siðbótina og kynnast sögu lúthersku kirkjunnar.

Verkefnið hófst árið 2008 og nú eru trén í garðinum eru orðin 183 talsins. Kirkjur í 77 löndum hafa plantað þeim. Markmiðið er að trén verði orðin 500 hinn 1. nóvember 2017 þegar fimm alda afmælis siðbótarinnar verður minnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×