Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. mars 2014 07:00 Fjölmenni hefur lagt leið sína á Austurvöll síðustu vikur til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um sama efni á vefnum. Margir vilja líka koma skoðunum sínum milliliðalaust til utanríkismálanefndar Alþingis. Fréttablaðið/Valli Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira