Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. mars 2014 07:00 Fjölmenni hefur lagt leið sína á Austurvöll síðustu vikur til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um sama efni á vefnum. Margir vilja líka koma skoðunum sínum milliliðalaust til utanríkismálanefndar Alþingis. Fréttablaðið/Valli Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira