Fjöldi umsagna berst vegna þingsályktunar Gunnars Braga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. mars 2014 07:00 Fjölmenni hefur lagt leið sína á Austurvöll síðustu vikur til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um sama efni á vefnum. Margir vilja líka koma skoðunum sínum milliliðalaust til utanríkismálanefndar Alþingis. Fréttablaðið/Valli Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt. Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Á þriðja tug athugasemda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir einstaklingar, félagasamtök og hagsmunaaðilar sem senda inn athugasemdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosninganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillagan dregin til baka.Gunnar Bragi SveinssonAðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Félags rafiðnaðarmanna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að matarverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðsluseðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðsluáætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guðmundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunnars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt.
Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira