Innlent

Bílvelta í Kömbunum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Myndin er af Hellisheiði úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin er af Hellisheiði úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. 

Þetta segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Konan hafi verið með mikil eymsl og illa áttuð, en hún hafi verið komin til meðvitundar skömmu eftir komuna á spítalann.

Viðbragðsaðilar hafi komið að bílnum þar sem hann var og ekki liggi fyrir hvað gæti hafa gerst.

Bíllinn sé mikið skemmdur, og kallað hafi verið til aðstoðar Brunavarna Árnessýslu til að ná konunni út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×