Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2014 20:46 Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira