Innlent

Vill kjósa borgarstjóra sérstaklega

Höskuldur Kári Schram skrifar
Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í Reykjavík vill að borgarstjóri verði kosinn í beinni kosningu og sæki umboð sitt beint til borgarbúa en ekki borgarfulltrúa.

„Borgarstjóri myndi þá sækja umboð sitt beint til allra borgarbúa. Miðað við núverandi sveitarstjórnarlög þá er þetta staða framkvæmdastjóra og æðsta yfirmanns stjórnsýslunnar. Það er hann sem ber ábyrgð á því að ákvörðunum sé fylgt eftir. Miðað við þetta er eðlilegt að okkar mati að hann sæki umboð sitt beint til borgarbúa í sérstökum kosningum,“ segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×