„Benjamín er sterkasti krakki sem ég þekki“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. mars 2014 19:53 Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira