„Benjamín er sterkasti krakki sem ég þekki“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. mars 2014 19:53 Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira