Enn er óvíst hvort samið verði í bráð Snærós Sindradóttir skrifar 29. mars 2014 10:40 Framhaldsskólarnir hafa staðið tómir í tvær vikur og búast má við að enn ein vikan bætist við. Vísir/Stefán Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira