Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2014 22:32 Komið er að síðasta og jafnframt erfiðasta fjallinu í sjö tinda átaki Vilborgar Örnu Gissurardóttir. Á sunnudaginn fer hún suður á bóginn til Nepal til að klífa fjallið Everest. Í tilkynningu segir að Vilborg ætli sér að verða fyrst íslenskra kvenna til að sigra þetta hæsta fjall jarðar, en það er 8.848 metrar að hæð. Sjö tinda átak hennar gengur út á að leggja alla hæstu tinda heimsálfanna sjö að baki og ná einnig á báða póla jarðarinnar. Eins og kunnugt er komst Vilborg á suðurpólinn í janúar á síðasta ári og var fyrsti Íslendingurinn sem þangað kemst einn síns liðs. Þann 3. Apríl leggur Vilborg af stað upp í grunnbúðir Everestfjalls og verður samkvæmt áætlun komin þangað tíu dögum síðar. „Þá tekur við aðlögunartímabil sem felst í að ganga upp í fyrstu, aðra og þriðju búðir á mismunandi hraða og er dvalið mislengi í hæðinni hvert sinn. Þetta gerir Vilborg þrisvar sinnum áður en fullri aðlögun er náð sem er áætlað að sé í kringum 5.maí,“ segir í tilkynningunni. Eftir það tekur við um vikhvíld, eða um leið og veður og aðstæður leyfa, áður en Vilborg reynir við toppinn. Samkvæmt áætlun á hún að koma aftur til Íslands þann 7. júní. Í tilkynningunni segir að Vilborg verði í hópi sex annarra fjallamanna og verði eina konan í þeim hópi, en konur eru í minnihlutahópi þeirra sem klifið hafa Everest fjall.Vilborg Arna á Suðurpólnum. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Komið er að síðasta og jafnframt erfiðasta fjallinu í sjö tinda átaki Vilborgar Örnu Gissurardóttir. Á sunnudaginn fer hún suður á bóginn til Nepal til að klífa fjallið Everest. Í tilkynningu segir að Vilborg ætli sér að verða fyrst íslenskra kvenna til að sigra þetta hæsta fjall jarðar, en það er 8.848 metrar að hæð. Sjö tinda átak hennar gengur út á að leggja alla hæstu tinda heimsálfanna sjö að baki og ná einnig á báða póla jarðarinnar. Eins og kunnugt er komst Vilborg á suðurpólinn í janúar á síðasta ári og var fyrsti Íslendingurinn sem þangað kemst einn síns liðs. Þann 3. Apríl leggur Vilborg af stað upp í grunnbúðir Everestfjalls og verður samkvæmt áætlun komin þangað tíu dögum síðar. „Þá tekur við aðlögunartímabil sem felst í að ganga upp í fyrstu, aðra og þriðju búðir á mismunandi hraða og er dvalið mislengi í hæðinni hvert sinn. Þetta gerir Vilborg þrisvar sinnum áður en fullri aðlögun er náð sem er áætlað að sé í kringum 5.maí,“ segir í tilkynningunni. Eftir það tekur við um vikhvíld, eða um leið og veður og aðstæður leyfa, áður en Vilborg reynir við toppinn. Samkvæmt áætlun á hún að koma aftur til Íslands þann 7. júní. Í tilkynningunni segir að Vilborg verði í hópi sex annarra fjallamanna og verði eina konan í þeim hópi, en konur eru í minnihlutahópi þeirra sem klifið hafa Everest fjall.Vilborg Arna á Suðurpólnum.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira