Innlent

Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Flugvél frá British Airways á leið frá Bandaríkjunum til London þurfti að neyðarlenda á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega í vikunni. Læknir var um borð í vélinni og annaðist hann farþegann þar til vélin lenti.

Skömmu eftir lendingu kom í ljós að bilun hafði komið upp í hemlabúnaði og þurftu því allir farþegarnir, 280 manns, að yfirgefa vélina. Héldu þeir leiðar sinnar með öðrum vélum síðar um daginn til London.

Töluvert annríki skapaðist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan þessu stóð.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×