Erlent

Banaslys í Fukushima

Freyr Bjarnason skrifar
Starfsmenn kjarnorkuversins skömmu eftir fljóðbylgjuna.
Starfsmenn kjarnorkuversins skömmu eftir fljóðbylgjuna. Nordicphotos/AFP
Verkamaður í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan fórst eftir að hafa grafist undir aurskriðu.

Maðurinn var að störfum skammt frá geymslusvæði kjarnorkuversins þegar slysið varð en þúsundir verkamanna hafa að undanförnu unnið við hreinsun á svæðinu.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en náði ekki meðvitund aftur. „Það fylgir alltaf einhver hætta þessu starfi,“ sagði talsmaður versins. „Okkur þykir þetta mjög leitt.“

Þetta er fyrsta slysið sem verður í kjarnorkuverinu síðan þrír kjarnaofnar sprungu í Fukushima 11. mars 2011 eftir að fljóðbylgja gekk yfir Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×