Innlent

„Alveg mögnuð upplifun“

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Unnsteinn Guðmundsson
„Þetta er alveg mögnuð upplifun,“ segir Unnsteinn Guðmundsson í Grundarfirði. Þar er nú mikill fjöldi háhyrninga og fór Unnsteinn á kajak til að taka myndir af þeim og komast í návígi við dýrin.

„Svona kemstu alveg ofaní þá. Þeir koma syndandi á hlið og kíkja og athuga hvað maður er. Svo var einn stór tarfur sem sigldi undir bátinn,“ segir Guðsteinn. „Svo er bara að vona það besta. Að þeir fari ekki að leika sér eða narta.“

„Þetta er alveg rosalega gaman. Maður kemst ofan í allt dýralíf á kajak. Ég gat nánast klappað þeim og maður áttar sig á því hvað þeir eru stórir í svona nálægð.“

Háhyrningarnir skiptast á að vera í Grundarfirðir og í Kolgrafarfirði eftir dögum samkvæmt Unnsteini, en mikið líf er á svæðinu yfir vetrartímann.

„Þetta er einn af fáum stöðum þar sem fuglalíf minnkar á vorin,“ segir Unnsteinn. „Þetta er paradís og ekkert annað.“ Sjálfur sá hann fimm haferni á flugi í kajakferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×