Innlent

Strætó fylltist af reyk

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Eva
Strætó á Miklubrautinni fylltist af reyk um þrjú leytið í dag og var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Mikill reykur kom þá frá bremsum sem höfðu ofhitnað.

Frá slökkviliðinu fengust þær upplýsingar að enginn eldur hafi orðið, en reykurinn hafi verið þokkalegur. Náð var í farþegana sem voru í vagningum á annarri bifreið svo þeir gátu haldið ferð sinni áfram.

Starfsmenn Strætó eru komnir á vettvang og slökkvilið telur enga frekari hættu vera á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×