Innlent

Hart barist um bitann

Birta Björnsdóttir skrifar
Starfsmenn Náttúrustofu voru við rannsóknir skammt frá Búrfellsvirkjun á suðurlandi í gær þegar þeir uðru vitni að heldur óvenjulegu atviki.

Haförn var þar í góðu yfirlæti að gæða sér á nýveiddri bráð þegar tófa gerði sig líklega til að gera fenginn að sínum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi, sem Yann Kolbeinsson tók, gerði tófan ítrekaðar tilraunir til að ná góðgætinu af haferninum, sem var hreint ekki á því að deila bráðinni með neinum.

Hafernir eru sjaldséðir utan Vesturlands og Vestfjarða en þeir eiga það til að leggjast á flakk utan varptíma. Það kom því líffræðingunum verulega á óvart að rekast á einn við jaðar hálendisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×