Erlent

Stoltenberg þarf að læra frönsku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jens Stoltenberg, næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Jens Stoltenberg, næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. vísir/afp
Stuðningur Frakka við valið á Jens Stoltenberg sem næsta framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) var háður því að hann bætti kunnáttu sína í frönsku. Norski miðillinn Aftenposten greinir frá.

Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, tekur við starfi framkvæmdastjóra NATO í haust, Dananum Anders Fogh Rasmussen.

Frökkum er mjög umhugað að framkvæmdastjóri NATO tali opinber tungumál bandalagsins, sem eru franska og enska.


Tengdar fréttir

Stoltenberg nýr framkvæmdastjóri NATO

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður næsti framkvæmdarstóri Atlantshafsbandalagsins og tekur við af Anders Fogh Rasmussen þann 1. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×