Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. september 2025 11:16 Sigurjón segir að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda ættu að koma hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði. Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“ Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“
Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira