Innlent

Stunginn með hníf í brjóstið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Pjetur
Karlmaður um tvítugt liggur á sjúkrahúsi í höfuðborginni eftir alvarlega hnífstunguárás af hendi manns á svipuðum aldri í heimahúsi í Grafarholti í nótt.

Lögreglunni barst tilkynning um árásina á þriðja tímanum í nótt og kom í ljós að maðurinn hafði verið stunginn í brjóstið. Árásarmaðurinn var á bak og burt er lögregluna bar að garði.

Vitni að árásinni gátu gefið lögreglu nægar upplýsingar til þess að hún hafði hendur í hári mannsins síðar um nóttina. Hann gisti fangageymslur og fer í skýrslutökur síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×