Fleiri fréttir

Sumarliði freistar þess að komast út í geim

Sumarliði Þorsteinsson freistar nú þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ferðast út í geim. Hann biðlar til vina og vandamanna um að skrifa undir áheitasöfnun svo að draumur hans geti ræst.

Yndislega eyjan mín - Minning um mann í nýjum búningi

Myndband við lagið Minning um mann hefur verið birt á veraldarvefnum. Er þetta gert í tilefni af Eyjatónleikunum sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu þann 26. Janúar næstkomandi. Þá munu Eyjamenn og landsmenn allir minnast þess að fjörutíu ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst þann 23. Janúar árið 1973.

Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings

Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama.

Snorri í Betel vill á þing

"Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“

Óvíst um örlög Allex

Enn er óvíst um örlög franska leyniþjónustumannsins Denis Allex. Árásarsveit franska hersins reyndi í nótt að frelsa Alex úr haldi herskárra íslamísta í Sómalíu. Að minnsta kosti tveir franskir hermenn létust í áhlaupinu. Hátt í 20 íslamistar féllu árásinni.

Enn loga eldar í Ástralíu

Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu.

Glerhált í höfuðborginni

Glerhált er nú víða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Alls hafa fjögur umferðaróhöpp átt sér stað það sem af er degi, tvö á Bláfjallavegi og tvö á Reykjanesbraut. Öll eru þau rakin til hálku.

Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna.

Einn sá algeggjaðasti

Fáir hafa heyrt nefndan bandaríska bílaframleiðandann Lucra en fyrirtækið framleiðir einar þær alöflugustu spyrnukerrur sem í boði eru. Einn þeirra er LC470 Roadster. Hann vegur ekki nema 900 kíló en er yfir 600 hestöfl. Allt það afl skilar honum í hundraðið á 2,5 sekúndum og hann er ekki nema 9 sekúndur að fara kvartmíluna. Yfirbygging bílsins er eingöngu úr koltrefjum. Lucra LC470 kostar 85.000 dollara, eða um 11 milljónir króna. Ef kaupandi bílsins getur hinsvegar séð af 118.000 dollurum fer hestaflafjöldinn uppí 680 og innréttingin verður betri. Annar valmöguleiki er að kaupa Bugatti Veyron 16.4 Super Sport á 2,4 milljónir dollara, en sá bíll er nákvæmlega jafn lengi að komast á hundrað kílómetra ferð, en er ríflega tuttugu sinnum dýrari. Ef skynsemin ræður för er Lucra því vænlegri kostur til að fanga sem mesta hröðun. Fræðast má meira um Lucra bíla í meðfylgjandi myndskeiði.

Gerbreytt Corvetta

Á morgun verður ný kynslóð Chevrolet Corvette kynnt á bílasýningunni í Detroit. Eins og gjarnan áður fyrir frumsýningar á bílum hefur einhverjum tekist að ná myndum af honum áður. Þær myndir, vilja bílablaðamenn meina, sýna bíl sem er besta hönnun á Corvette í heil 50 ár. Að minnsta kosti er bíllinn mjög svo breyttur frá fyrri gerð. Í nýjasta tölublað bílatímaritsins Automobile er gengið svo langt að birta mynd af afturhluta bílsins sem einhver óprúttinn hefur náð. Chevrolet segir að bíllinn sé mjög mikið breyttur og að það eigi ekki síður við að innan en utan. Ekki veitti reyndar af því, þar sem margir fullyrða að fá hafi mátt vandaðri innréttingar í bílum sem kosta undir tuttugu þúsund dollurum, en Corvette kostar fimm sinnum meira.

Annar flugdólgur í vél Icelandair

Farþegar í vél Icelandair sem var að koma frá Washington í Bandaríkjunum á miðvikudagsmorgun yfirbuguðu karlmann sem lét ófriðlega þegar vélin var í lendingu í Keflavík.

Sextán ára piltur kastaðist af bifhjóli

Sextán ára gamall piltur var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir að hann kastaðist af bifhjóli á Sangerðisvegi á fimmtudaginn síðastliðinn.

Smíði Helstirnis ekki á döfinni

Rúmlega 34 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á vef Hvíta Hússins þess efnis að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, hefji smíði á raunverulegu Helstirni.

Fólk heldur áfram að flýja úr Þjóðkirkjunni

Flóttinn út Þjóðkirkjunni heldur áfram. Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands segir að á tímabilinu frá byrjun október til áramóta gengu 422 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana.

Skíðasvæði víða opin

Veðurútlit um helgina er afar gott og eru skíðasvæði því víða opin. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan tíu til fimm og er skíðafólk hvatt til að mæta á svæðið.

Þurftu að beita piparúða gegn farþega í leigubíl

Um þrjú leytið í nótt óskaði leigubílstjóri óskar eftir aðstoð vegna farþega sem svaf í bifreiðinni. Er lögregla kom á vettvang brást farþeginn illa við og þurfti lögreglan að beita afli og varnarúða til að ná honum úr bifreiðinni. Farþeginn er nú vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Fiskveiði og stjórnarskrá stóru málin

Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn. Þingmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi þingmál, en fyrsta mál á dagskrá er atkvæðagreiðsla um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða.

Nauðsynlegt að fræða börnin um ofbeldið

Fræðsla barna um kynferðislegt ofbeldi er langbesta forvörnin gegn því. Best er ef fræðslan kemur frá foreldrum barnanna en einnig er hægt að leita til skóla eða félagasamtaka ef foreldrar geta ekki eða treysta sér ekki til að ræða málið við börnin sín.

Athuga tengsl við aðra níðinga

Meðal þess sem lögreglan rannsakar í tengslum við mál Karls Vignis Þorsteinssonar er hvort hann hafi átt í samskiptum við aðra barnaníðinga í gegnum tíðina í þeim tilgangi að skiptast á upplýsingum eða efni. Lögreglan lagði hald á ýmis gögn í húsleit hjá Karli Vigni fyrr í vikunni, en þau eru nú til rannsóknar.

„Blöndum okkur ekki í þetta“

„Við í Bjartri framtíð blöndum okkur ekki í þetta, en hvetjum alla til þess að kynna sér hlið Bjartrar,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um umfjöllun DV um missætti innan stjórnar Geðhjálpar.

Misnotaði hundruð manna á hálfri öld

Breski skemmtikrafturinn Jimmy Savile er talinn hafa misnotað að minnsta kosti 214 manns á árunum 1995 til 2009. Breska lögreglan telur fullvíst að fjöldi þolenda hans sé mun meiri, því brotaferill hans stóð yfir í meira en hálfa öld.

Gæslan missir TF-GNÁ en hefur greitt 1,5 milljarða í leigu

Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa.

Bíður látnum að hlusta á tónlist í gröfinni

Tónlistarunnendur eiga nú tækifæri á að hlusta á uppáhalds tónlistina sína í gröfinni en sænskur frumkvöðull hefur hannað líkkistur með hágæða hljómkerfi. Vinir og ættingjar hins látna geta skipt um tónlist í gegnum internetið.

Hótaði að lemja mann sem lagði til þyngri lög vegna ofbeldisbrota

"Það var hringt í farsímann minn, en ekkert númer kom upp. Ég var spurður hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég játaði það og þá byrjaði fúkyrðaflaumurinn,“ lýsir Magnús B. Jóhannesson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins á Suðurlandi sem fram fer síðar í mánuðinum.

Kom í veg fyrir blóðbað með fortölum

Kennari og starfsmaður menntaskóla í bænum Taft í Kaliforníu eru taldir hafa komið í veg fyrir blóðbað þegar þeir töluðu um fyrir 16 ára nemanda, sem kom vopnaður haglabyssu til skólans í gær, með það að markmiði að myrða bekkjarfélaga sína sem höfðu lagt hann í einelti.

Með fíkniefni í þvottahúsinu

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni kannabisræktun í húsnæði í Njarðvík. Húsleit var gerð, að fengnum dómsúrskurði.

Um 30 sjúklingar í einangrun

Um þrjátíu sjúklingar eru nú í einangrun á Landspítalanum vegna inflúensu og annarra smitsjúkdóma. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild segir að aðstæður séu mjög erfiðar og á von á því að ástandið muni versna á næstu vikum.

Gunnar í vikulangt gæsluvarðhald

Dómari hjá Héraðsdómi Suðurlands féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á Selfossi um að úrskurða Gunnar Jakobsson í vikulangt gæsluvarðhald.

Aukning hjá Toyota í Evrópu

Þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu í fyrra jók Toyota og Lexus söluna frá 2011 um 2 prósent og seldi alls 837.969 bíla. Við það jókst markaðshlutdeild Toyota í álfunni úr 4,2% í 4,5%. Toyota þakkar þessum árangri nýjum Yaris og ýmsum gerðum tvinnbíla (Hybrid) sem seldust mjög vel. Toyota telur að fyrirtækið muni selja enn fleiri bíla í Evrópu í ár þrátt fyrir ekkert alltof góðar spár um bílasölu í álfunni. Nýr Auris og sjö sæta Verso munu hjálpa þar mikið til, sem og fjórða kynslóð RAV 4 jepplingsins. Sala Toyota í Bretlandi jókst um 12% en stóð í stað í Frakklandi. Hjá nágrönnum okkar Dönum jókst salan um 8%, en um heil 20% í Eystrasaltslöndunum. Salan í Rússlandi jókst um 27% og 13% í Úkraínu. Ef sala Lexus er tekin sér jókst hún um 4,5% í Evrópu. Nýir GS og ES bílar spiluðu þar stóra rullu auk mikillar eftirspurnar eftir CT 200h og RX jeppunum, sem á sumum mörkuðum bjóðast aðeins sem tvinnbílar. Sala Lexus í Rússlandi óx um 14% og í Hollandi um heil 43%, þökk sé mikilli sölu á CT 200h bílnum. Stutt er í að Lexus kynni nýja kynslóð IS bílsins, sem mun þá einnig fást sem tvinnbíll. Í Evrópu eru 13% seldra bíla Toyota og Lexus tvinnbílar, en sama hlutfall í Hollandi er 45%. Ef Lexus bílar eru teknir sér, eru 90% seldra bíla tvinnbílar.

Um 120 greinst með inflúensu í vikunni

Hátt í 120 einstaklingar hafa greinst með inflúensu hér á landi í þessari viku en það eru töluvert fleiri en á sama tíma í fyrra, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.

Færri horfðu á Áramótaskaupið

Um 77 prósent þjóðarinnar horfðu á Áramótaskaupið á Gamlárskvöld en það er þremur prósentustigum færri en í fyrra, þegar 80 prósent þjóðarinnar horfði á. Þetta má lesa út úr tölum Capacent Gallup yfir sjónvarpsáhorf í síðustu viku.

Aðeins þrjú sveitarfélög hafa ekki hækkað gjaldskrána

Aðeins þrjú sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrá leikskóla síðan 1. febrúar í fyrra. Það eru Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaupstaður. Þetta er niðurstaða Verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013.

Tveir látnir í París-Dakar

Nú stendur yfir þolaksturskeppnin sem kennd er við París-Dakar. Keppnin fer hinsvegar fram í Perú, Síle og Argentínu og fer árlega fram í byrjun árs. Keppni þessi er afar hættuleg og hefur kostað marga lífið, keppendur, aðstoðarmenn sem og áhorfendur. Þetta ár ætlar ekki að vera nein undantekning frá því. Í fyrradag létust tveir þegar aðstoðarbíll lenti í árekstri við leigubíl og annar leigubíll valt mörgum sinnum við það að reyna að forðast áreksturinn. Sjö slösuðust auk dauðsfallanna og eru þeir allir á sjúkrahúsi, mismikið slasaðir. Keppnin heldur áfram þrátt fyrir þessi áföll.

Sjá næstu 50 fréttir