Umhverfisslys blasir við telja heimamenn svavar@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2013 06:00 í kolgrafafirði Magnið af síld, sérstaklega á botni fjarðarins, er slíkt að kunnugir telja að hreinsunarstarf myndi litlu skila. fréttablaðið/valli fréttablaðið/valli Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur að umhverfisslys blasi við vegna rotnandi síldar í Kolgrafafirði og kallar eftir samstarfi við umhverfisyfirvöld. Hafrannsóknastofnun hefur verið við upplýsingaöflun í firðinum undanfarna daga. Rotnun síldar á fjörum er þegar farin að valda íbúum í firðinum ama vegna ólyktar. Eins og greint hefur verið frá sýndu mælingar Hafrannsóknastofnunar í desember að mikið magn síldar drapst þar á stuttum tíma; á botni fjarðarins liggja allt að þrjátíu þúsund tonn af síld sem er tekin að rotna. Súrefnismettun í firðinum mældist þá mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið, og er hún talin meginorsök síldardauðans. Bæjarstjórn Grundarfjarðar ályktaði á fimmtudag vegna málsins og segir að umhverfisslys blasi þar við. Þar er kallað eftir viðbragðsáætlun sem fyrst og samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneyti. Þar segir: „Ábyrgð og kostnaður vegna mögulegrar hreinsunar telur bæjarstjórn útilokað að geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu.“ Það er hins vegar skilningur Umhverfisstofnunar að sveitarfélagið og landeigendur séu aðgerðar- og ábyrgðaraðilar í málinu. Sólveig Rósa Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs Hafró, segir erfitt eða ómögulegt að meta hvernig mál muni þróast í Kolgrafafirði. Hún getur þess þó að mikil rotnun á hafsbotni geti valdið súrefnisþurrð. Slíkt veldur því að aðrar lífverur en þær sem nýta súrefni drífa rotnunina áfram. Þær nota súlfat í stað súrefnis en „hliðarafurðin“ af slíkri rotnun er eitrun. Sólveig tekur fram að Hafrannsóknastofnun hafi ekki séð þess nein merki að slíkt sé hafið í Kolgrafafirði eða að hætta sé á slíkri eitrun. Þeir sérfræðingar, og staðkunnugir, sem Fréttablaðið hafði samband við draga ekki úr því að vandi geti skapast vegna rotnandi síldar í firðinum, en margt geti haft áhrif þar á. Þó er það einróma mat þeirra að hreinsun myndi litlu skila eða vera verkfræðilega ómöguleg; magnið sé einfaldlega slíkt. Er þá kostnaður við slíkt hreinsunarstarf tekinn út fyrir sviga. Hafrannsóknastofnun var við mælingar í firðinum á fimmtudag og í gær. Gerðar eru áþekkar mælingar og fyrr; ástand sjávarins kannað (hiti, selta, súrefni), mælingar gerðar á magni síldar í firðinum auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávarmyndavélum. Niðurstöður liggja fyrir eftir helgi. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur að umhverfisslys blasi við vegna rotnandi síldar í Kolgrafafirði og kallar eftir samstarfi við umhverfisyfirvöld. Hafrannsóknastofnun hefur verið við upplýsingaöflun í firðinum undanfarna daga. Rotnun síldar á fjörum er þegar farin að valda íbúum í firðinum ama vegna ólyktar. Eins og greint hefur verið frá sýndu mælingar Hafrannsóknastofnunar í desember að mikið magn síldar drapst þar á stuttum tíma; á botni fjarðarins liggja allt að þrjátíu þúsund tonn af síld sem er tekin að rotna. Súrefnismettun í firðinum mældist þá mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið, og er hún talin meginorsök síldardauðans. Bæjarstjórn Grundarfjarðar ályktaði á fimmtudag vegna málsins og segir að umhverfisslys blasi þar við. Þar er kallað eftir viðbragðsáætlun sem fyrst og samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneyti. Þar segir: „Ábyrgð og kostnaður vegna mögulegrar hreinsunar telur bæjarstjórn útilokað að geti legið hjá landeigendum eða sveitarfélaginu.“ Það er hins vegar skilningur Umhverfisstofnunar að sveitarfélagið og landeigendur séu aðgerðar- og ábyrgðaraðilar í málinu. Sólveig Rósa Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs Hafró, segir erfitt eða ómögulegt að meta hvernig mál muni þróast í Kolgrafafirði. Hún getur þess þó að mikil rotnun á hafsbotni geti valdið súrefnisþurrð. Slíkt veldur því að aðrar lífverur en þær sem nýta súrefni drífa rotnunina áfram. Þær nota súlfat í stað súrefnis en „hliðarafurðin“ af slíkri rotnun er eitrun. Sólveig tekur fram að Hafrannsóknastofnun hafi ekki séð þess nein merki að slíkt sé hafið í Kolgrafafirði eða að hætta sé á slíkri eitrun. Þeir sérfræðingar, og staðkunnugir, sem Fréttablaðið hafði samband við draga ekki úr því að vandi geti skapast vegna rotnandi síldar í firðinum, en margt geti haft áhrif þar á. Þó er það einróma mat þeirra að hreinsun myndi litlu skila eða vera verkfræðilega ómöguleg; magnið sé einfaldlega slíkt. Er þá kostnaður við slíkt hreinsunarstarf tekinn út fyrir sviga. Hafrannsóknastofnun var við mælingar í firðinum á fimmtudag og í gær. Gerðar eru áþekkar mælingar og fyrr; ástand sjávarins kannað (hiti, selta, súrefni), mælingar gerðar á magni síldar í firðinum auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávarmyndavélum. Niðurstöður liggja fyrir eftir helgi.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent