Snorri í Betel vill á þing 12. janúar 2013 16:40 „Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum." Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
„Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum."
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira