Snorri í Betel vill á þing 12. janúar 2013 16:40 „Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum." Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum."
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira