Innlent

Þurftu að beita piparúða gegn farþega í leigubíl

Um þrjú leytið í nótt óskaði leigubílstjóri óskar eftir aðstoð vegna farþega sem svaf í bifreiðinni. Er lögregla kom á vettvang brást farþeginn illa við og þurfti lögreglan að beita afli og varnarúða til að ná honum úr bifreiðinni. Farþeginn er nú vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Fyrr um nóttina hafði lögreglan handtekið par handtekið í móttöku gistiheimilis í Miðborginni. Parið í mjög annarlegu ástandi og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Parið var með hótanir gegn lögreglumönnunum og var vistað í fangageymslu meðan ástand þeirra lagast og hægt verður að ræða við þau.

Þá var tilkynnt um nokkra einstaklinga að ráðast á dyraverði í miðborginni. Einn árásarmannanna var vistaður í fangageymslu sökum ástands hans en hann var einnig með hníf innanklæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×