Gæslan missir TF-GNÁ en hefur greitt 1,5 milljarða í leigu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2013 18:45 Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa. Í gær voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur Super Puma þyrlum. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum með hliðsjón af því hvort þau standist kröfur samkvæmt útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan fjögurra vikna. Landhelgisgæslan hefur haft á leigu þyrluna TF-GNÁ, sem er af gerðinni Super-Puma, af félagi í eigu norska kaupsýslumannsins Knut Axel Ugland. Samningurinn við Ugland rennur út í maí 2014. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 greiðir Gæslan 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni sem hún hefur haft frá ársbyrjun 2007. Á þessum fimm árum hefur Landhelgisgæslan greitt 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna fyrir leigu á þyrlunni og þegar upp verður staðið verður gæslan búin að greiða 15,4 milljónir dollara í leigu, sem er einmitt nálægt kaupverði á fullútbúinni þyrlu af þessu tagi, samkvæmt athugun fréttastofunnar.„Dýrt að vera fátækur" Afhendingarfrestur á nýrri Super Puma þyrlu er 2-3 ár. Ríkissjóði virtist því hafa verið nauðugur sá kostur að leigja þyrluna á sínum tíma, í stað þess að bíða og vera án þyrlu af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tók Ugland ekki þátt í útboðinu að þessu sinni og hefur hann þegar leigt þyrluna sína áfram til annarra verkefna erlendis frá og með maí 2014. Tveir íslenskir aðilar skiluðu tilboðum, en báðir eru í samstarfi við útlendinga sem eiga Super Puma þyrlur. Bæði tilboð eru hærri en núverandi samningur við Norðmanninn um TF-GNÁ kveður á um. „Það er dýrt að vera fátækur," segir embættismaður sem þekkir vel til málsins, í samtali við fréttastofu. Bæði tilboðin sem opnuð voru í gær eru vel yfir 200 þúsund dollurum á mánuði. Af framansögðu er ljóst að það hefði margborgað sig fyrir ríkissjóð að kaupa þyrluna á sínum tíma fremur en að leigja hana. Ríkissjóður hefur hins vegar allra síst núna fjárhagslegt bolmagn til að festa kaup á Super Puma björgunarþyrlu. Skuldir ríkissjóðs nema 1.500 milljörðum króna, eða 88 prósentum af landsframleiðslu en eru 120 prósent af landsframleiðslu ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa. Í gær voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur Super Puma þyrlum. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum með hliðsjón af því hvort þau standist kröfur samkvæmt útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan fjögurra vikna. Landhelgisgæslan hefur haft á leigu þyrluna TF-GNÁ, sem er af gerðinni Super-Puma, af félagi í eigu norska kaupsýslumannsins Knut Axel Ugland. Samningurinn við Ugland rennur út í maí 2014. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 greiðir Gæslan 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni sem hún hefur haft frá ársbyrjun 2007. Á þessum fimm árum hefur Landhelgisgæslan greitt 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna fyrir leigu á þyrlunni og þegar upp verður staðið verður gæslan búin að greiða 15,4 milljónir dollara í leigu, sem er einmitt nálægt kaupverði á fullútbúinni þyrlu af þessu tagi, samkvæmt athugun fréttastofunnar.„Dýrt að vera fátækur" Afhendingarfrestur á nýrri Super Puma þyrlu er 2-3 ár. Ríkissjóði virtist því hafa verið nauðugur sá kostur að leigja þyrluna á sínum tíma, í stað þess að bíða og vera án þyrlu af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tók Ugland ekki þátt í útboðinu að þessu sinni og hefur hann þegar leigt þyrluna sína áfram til annarra verkefna erlendis frá og með maí 2014. Tveir íslenskir aðilar skiluðu tilboðum, en báðir eru í samstarfi við útlendinga sem eiga Super Puma þyrlur. Bæði tilboð eru hærri en núverandi samningur við Norðmanninn um TF-GNÁ kveður á um. „Það er dýrt að vera fátækur," segir embættismaður sem þekkir vel til málsins, í samtali við fréttastofu. Bæði tilboðin sem opnuð voru í gær eru vel yfir 200 þúsund dollurum á mánuði. Af framansögðu er ljóst að það hefði margborgað sig fyrir ríkissjóð að kaupa þyrluna á sínum tíma fremur en að leigja hana. Ríkissjóður hefur hins vegar allra síst núna fjárhagslegt bolmagn til að festa kaup á Super Puma björgunarþyrlu. Skuldir ríkissjóðs nema 1.500 milljörðum króna, eða 88 prósentum af landsframleiðslu en eru 120 prósent af landsframleiðslu ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira