Gæslan missir TF-GNÁ en hefur greitt 1,5 milljarða í leigu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2013 18:45 Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa. Í gær voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur Super Puma þyrlum. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum með hliðsjón af því hvort þau standist kröfur samkvæmt útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan fjögurra vikna. Landhelgisgæslan hefur haft á leigu þyrluna TF-GNÁ, sem er af gerðinni Super-Puma, af félagi í eigu norska kaupsýslumannsins Knut Axel Ugland. Samningurinn við Ugland rennur út í maí 2014. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 greiðir Gæslan 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni sem hún hefur haft frá ársbyrjun 2007. Á þessum fimm árum hefur Landhelgisgæslan greitt 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna fyrir leigu á þyrlunni og þegar upp verður staðið verður gæslan búin að greiða 15,4 milljónir dollara í leigu, sem er einmitt nálægt kaupverði á fullútbúinni þyrlu af þessu tagi, samkvæmt athugun fréttastofunnar.„Dýrt að vera fátækur" Afhendingarfrestur á nýrri Super Puma þyrlu er 2-3 ár. Ríkissjóði virtist því hafa verið nauðugur sá kostur að leigja þyrluna á sínum tíma, í stað þess að bíða og vera án þyrlu af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tók Ugland ekki þátt í útboðinu að þessu sinni og hefur hann þegar leigt þyrluna sína áfram til annarra verkefna erlendis frá og með maí 2014. Tveir íslenskir aðilar skiluðu tilboðum, en báðir eru í samstarfi við útlendinga sem eiga Super Puma þyrlur. Bæði tilboð eru hærri en núverandi samningur við Norðmanninn um TF-GNÁ kveður á um. „Það er dýrt að vera fátækur," segir embættismaður sem þekkir vel til málsins, í samtali við fréttastofu. Bæði tilboðin sem opnuð voru í gær eru vel yfir 200 þúsund dollurum á mánuði. Af framansögðu er ljóst að það hefði margborgað sig fyrir ríkissjóð að kaupa þyrluna á sínum tíma fremur en að leigja hana. Ríkissjóður hefur hins vegar allra síst núna fjárhagslegt bolmagn til að festa kaup á Super Puma björgunarþyrlu. Skuldir ríkissjóðs nema 1.500 milljörðum króna, eða 88 prósentum af landsframleiðslu en eru 120 prósent af landsframleiðslu ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa. Í gær voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur Super Puma þyrlum. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum með hliðsjón af því hvort þau standist kröfur samkvæmt útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan fjögurra vikna. Landhelgisgæslan hefur haft á leigu þyrluna TF-GNÁ, sem er af gerðinni Super-Puma, af félagi í eigu norska kaupsýslumannsins Knut Axel Ugland. Samningurinn við Ugland rennur út í maí 2014. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 greiðir Gæslan 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni sem hún hefur haft frá ársbyrjun 2007. Á þessum fimm árum hefur Landhelgisgæslan greitt 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna fyrir leigu á þyrlunni og þegar upp verður staðið verður gæslan búin að greiða 15,4 milljónir dollara í leigu, sem er einmitt nálægt kaupverði á fullútbúinni þyrlu af þessu tagi, samkvæmt athugun fréttastofunnar.„Dýrt að vera fátækur" Afhendingarfrestur á nýrri Super Puma þyrlu er 2-3 ár. Ríkissjóði virtist því hafa verið nauðugur sá kostur að leigja þyrluna á sínum tíma, í stað þess að bíða og vera án þyrlu af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tók Ugland ekki þátt í útboðinu að þessu sinni og hefur hann þegar leigt þyrluna sína áfram til annarra verkefna erlendis frá og með maí 2014. Tveir íslenskir aðilar skiluðu tilboðum, en báðir eru í samstarfi við útlendinga sem eiga Super Puma þyrlur. Bæði tilboð eru hærri en núverandi samningur við Norðmanninn um TF-GNÁ kveður á um. „Það er dýrt að vera fátækur," segir embættismaður sem þekkir vel til málsins, í samtali við fréttastofu. Bæði tilboðin sem opnuð voru í gær eru vel yfir 200 þúsund dollurum á mánuði. Af framansögðu er ljóst að það hefði margborgað sig fyrir ríkissjóð að kaupa þyrluna á sínum tíma fremur en að leigja hana. Ríkissjóður hefur hins vegar allra síst núna fjárhagslegt bolmagn til að festa kaup á Super Puma björgunarþyrlu. Skuldir ríkissjóðs nema 1.500 milljörðum króna, eða 88 prósentum af landsframleiðslu en eru 120 prósent af landsframleiðslu ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent