Gæslan missir TF-GNÁ en hefur greitt 1,5 milljarða í leigu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2013 18:45 Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa. Í gær voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur Super Puma þyrlum. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum með hliðsjón af því hvort þau standist kröfur samkvæmt útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan fjögurra vikna. Landhelgisgæslan hefur haft á leigu þyrluna TF-GNÁ, sem er af gerðinni Super-Puma, af félagi í eigu norska kaupsýslumannsins Knut Axel Ugland. Samningurinn við Ugland rennur út í maí 2014. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 greiðir Gæslan 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni sem hún hefur haft frá ársbyrjun 2007. Á þessum fimm árum hefur Landhelgisgæslan greitt 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna fyrir leigu á þyrlunni og þegar upp verður staðið verður gæslan búin að greiða 15,4 milljónir dollara í leigu, sem er einmitt nálægt kaupverði á fullútbúinni þyrlu af þessu tagi, samkvæmt athugun fréttastofunnar.„Dýrt að vera fátækur" Afhendingarfrestur á nýrri Super Puma þyrlu er 2-3 ár. Ríkissjóði virtist því hafa verið nauðugur sá kostur að leigja þyrluna á sínum tíma, í stað þess að bíða og vera án þyrlu af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tók Ugland ekki þátt í útboðinu að þessu sinni og hefur hann þegar leigt þyrluna sína áfram til annarra verkefna erlendis frá og með maí 2014. Tveir íslenskir aðilar skiluðu tilboðum, en báðir eru í samstarfi við útlendinga sem eiga Super Puma þyrlur. Bæði tilboð eru hærri en núverandi samningur við Norðmanninn um TF-GNÁ kveður á um. „Það er dýrt að vera fátækur," segir embættismaður sem þekkir vel til málsins, í samtali við fréttastofu. Bæði tilboðin sem opnuð voru í gær eru vel yfir 200 þúsund dollurum á mánuði. Af framansögðu er ljóst að það hefði margborgað sig fyrir ríkissjóð að kaupa þyrluna á sínum tíma fremur en að leigja hana. Ríkissjóður hefur hins vegar allra síst núna fjárhagslegt bolmagn til að festa kaup á Super Puma björgunarþyrlu. Skuldir ríkissjóðs nema 1.500 milljörðum króna, eða 88 prósentum af landsframleiðslu en eru 120 prósent af landsframleiðslu ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa. Í gær voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust. Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur Super Puma þyrlum. Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum með hliðsjón af því hvort þau standist kröfur samkvæmt útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan fjögurra vikna. Landhelgisgæslan hefur haft á leigu þyrluna TF-GNÁ, sem er af gerðinni Super-Puma, af félagi í eigu norska kaupsýslumannsins Knut Axel Ugland. Samningurinn við Ugland rennur út í maí 2014. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 greiðir Gæslan 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni sem hún hefur haft frá ársbyrjun 2007. Á þessum fimm árum hefur Landhelgisgæslan greitt 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna fyrir leigu á þyrlunni og þegar upp verður staðið verður gæslan búin að greiða 15,4 milljónir dollara í leigu, sem er einmitt nálægt kaupverði á fullútbúinni þyrlu af þessu tagi, samkvæmt athugun fréttastofunnar.„Dýrt að vera fátækur" Afhendingarfrestur á nýrri Super Puma þyrlu er 2-3 ár. Ríkissjóði virtist því hafa verið nauðugur sá kostur að leigja þyrluna á sínum tíma, í stað þess að bíða og vera án þyrlu af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tók Ugland ekki þátt í útboðinu að þessu sinni og hefur hann þegar leigt þyrluna sína áfram til annarra verkefna erlendis frá og með maí 2014. Tveir íslenskir aðilar skiluðu tilboðum, en báðir eru í samstarfi við útlendinga sem eiga Super Puma þyrlur. Bæði tilboð eru hærri en núverandi samningur við Norðmanninn um TF-GNÁ kveður á um. „Það er dýrt að vera fátækur," segir embættismaður sem þekkir vel til málsins, í samtali við fréttastofu. Bæði tilboðin sem opnuð voru í gær eru vel yfir 200 þúsund dollurum á mánuði. Af framansögðu er ljóst að það hefði margborgað sig fyrir ríkissjóð að kaupa þyrluna á sínum tíma fremur en að leigja hana. Ríkissjóður hefur hins vegar allra síst núna fjárhagslegt bolmagn til að festa kaup á Super Puma björgunarþyrlu. Skuldir ríkissjóðs nema 1.500 milljörðum króna, eða 88 prósentum af landsframleiðslu en eru 120 prósent af landsframleiðslu ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira