Innlent

Guðbjartur í fyrsta sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Borgarnesi í dag.

Listann skipa jafn margar konur og karlar. Guðbjartur Hanness, velferðarráðherra, skipar fyrsta sæti. Ólína Þorvarðardóttir, alþingiskona, er í öðru sæti og Hörður Ríkharðsson, kennari, skipar þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×