Innlent

Fólk heldur áfram að flýja úr Þjóðkirkjunni

Flóttinn út Þjóðkirkjunni heldur áfram. Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands segir að á tímabilinu frá byrjun október til áramóta gengu 422 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana.

Fríkirkjurnar þrjár bættu við sig meðlimum en 131 fleiri gengu í fríkirkjurnar en úr þeim og 92 fleiri í önnur trúfélög en úr þeim. Nýskráðir utan trúfélaga voru 199 fleiri en gengu í trúfélög.

Hvað Þjóðkirkjuna varðar sögðu rúmlega 1.600 einstakingar sig úr henni á öllu síðasta ári umfram þá sem gengu í hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×